Undirtónaforsýning: Collateral Damage - taktu þátt á vef
Undirtóna!
Jæja, þá fer að líða að næstu Undirtónaforsýningu en í þetta
skiptið verður boðið upp á það nýjasta frá sjálfum Arnold
Schwarzenegger, “Collateral Damage”. Eftir smá lægð hjá
kappanum með meðalmyndir eins og End Of Days, Eraser og
The 6th Day er “gamli maðurinn” kominn aftur í rétta gírinn.
Taktu þátt í leiknum á www.undirtonar.is og þú gætir unnið
miða á Collateral Damage.
Það hefur gengið á ýmsu hjá Svartnaggi upp á síðkastið því
myndin átti upphaflega að koma út seinni hluta síðasta árs,
en var frestað um fjóra mánuði vegna hryðjuverkaárásanna í
Bandaríkjunum 11.september. Það var í gangi sterkur
orðrómur um að kippa ætti myndinni úr framleiðslu á sínum
tíma en fram-leiðendur tóku þá ákvörðun að breyta handritinu
og skjóta hluta myndarinnar aftur. Hvernig útkoman er fáið þið
lesendur góðir að sjá innan skamms, því forsýningin á
Collateral Damage verður á fimmtudaginn 21.febrúar.
Það er leikstjóri The Fugitive, Andrew Davis sem stendur á
bak við þetta verkefni en upphaflega átti myndin að vera
endurgerð af gamalli mynd frá 1957 er heitir Seven Men From
Now. Er leið á vinnsluferlið var tekin önnur stefna, að gera
algjörlega nýja mynd sem fjallar um svipað efni.
Arnold Schwarzenegger finnst gott að slappa af með því að
saga járnbita í sundurÍ Collateral Damage er
Schwarzenegger í hlutverki slökkviliðsmanns sem missir
konu og barn í hryðjuverkaárás. Gordon Brewer er maðurinn
og leggur upp í svaðalega hefndarför þar sem hver sem
verður í vegi hans fær makleg málagjöld, semsagt gamli góði
Naggurinn er mættur aftur! Tónamenn hafa séð ræmuna, og
getum við fullvissað ykkur um að hér er á ferðinni ein af betri
myndum kappans.
Í helstu hlutverkum eru auk vöðvabúntsins, þau Elias Koteas,
sem menn muna kannski eftir sem Casey Jones úr Teenage
Mutant Ninja Turtles…eða fyrir að vera alveg eins og Robert
De Niro, nema bara sköllóttur. Aðrir góðir þarna eru svo þeir
John Leguizamo og John Turturro en sá síðarnefndi lék
síðast í O´Brother Where Art Thou. Einnig eru dama að nafni
Francesca Neri þarna ásamt hinum sísvala Cliff Curtis sem
fór með hlutverk Pablo Escobar í Blow hér um daginn.
Semsagt frábært leikaralið, góð leikstjórn og spennandi
söguþráður.
Nýjasti bassaleikari Metallica tók sér frí til að geta leikið í
Collateral DamageÞetta er “big budget” ræma gott fólk og það
sem kom okkur Tónabörnum hvað mest á óvart var að hér er
ekkert verið að styðjast alltof mikið við einhverjar plastlegar
tæknibrellur eða slappa “one line-era”. Þetta er hasar og
spenna, óútreiknanlegur söguþráður, flottir leikarar og bara
umfram allt…Arnold Schwarzenegger er kominn aftur! Það
þýðir ekkert að láta manninn falla í gleymsku, hann er tröllið
okkar!
- Forsýningin á Collateral Damage verður í Kringlubíó þann
21. febrúar nk. klukkan 20.00!
Skráning á myndina er á www.undirtonar.is