Ég sá þessa mynd á föstudaginn þegar ég hafði ekkert annað að gera og hélt að þetta væri ágæt mynd en mér skjátlaðist hún var ein besta mynd sem ég hef nokkurn tíma séð en hvað með það hér kemur greinin.
Þessi mynd var gerð árið 1995 og var leikstýrt af Bryan Singer(X-Men) og tagline hennar var:,, Five Criminals . One Line Up . No Coincidence''. Í henni léku Stephen Baldwin(Bio Dome),Gabriel Byrne(End Of Days), Benicio Del Toro(Way Of The Gun), Kevin Pollak(Doctor Dolittle 2), Kevin Spacey(American Beuty), Chazz Palminteri(Analyze This), Pete Postlethwaite(The Shipping News) og Dan Hedaya(Mulholland Drive).
Þessi mynd fjallar um sex bestu glæpa menn New York borgar Verbal Kint(Kevin Spacey), Dean Keaton(Gabriel Byrne), Todd Hockney(Kevin Pollack), Michael McManus(Stephen Baldwin) og Fred Fenster(Benicio Del Toro) sem eru kallaðir í sakbendingu af lögreglunni í New York. En þar áforma þeir að ræna skartgripasala. Eftir vel heppnað verk eru þeir fengnir af Keyzer Soze glæpamanni sem er sá harðsvíraðasti í heimi enginn hefur séð og enginn hefur hitt nema lögfræðingur hans Kobyashi(Pete Postlethwaite) til að ræna dópsala. Eftir það taka þeir að sér enn annað verk fyrir Keyzer Soze þeir halda í fyrstu að það sé rán en seinna meir komast þeir að því að þeir höfðu verið fengnir til að myrða vitni.
Þessi mynd var algjört snilldarverk sem enginn má láta fram hjá sér fara tvímælalaust í flokki með bestu myndum í heimi.
Ég gef henni ***+/**** því að enginn mynd getur toppað þessa myn(nema Lotr:Fotr).
Verbal Kint: Keaton once said, “I don't believe in God, but I'm afraid of him.” Well I believe in God, and the only thing that scares me is Keyser Soze.