Jack Uhler Lemmon III fæddist í Newton, Massachusetts þann 8 febrúar árið 1925 og lést 27 júní árið 2001 úr krabbameini. Hann kom úr auðugri fjölskyldu. Hann nam nám við Harvard og var liðsmaður Bandaríska sjóhersins áður en hann útskrifaðist þaðan 1947, í stuttan tíma lagði hann stund á leiklist og kom fram meðal annars í úvarpi, leikhúsi og sjónvarpi. Stóra tækifærið fékk hann þegar hann lék í gamanmyndinni Mister Roberts árið 1955 sem var þriðja mynd hans þeirri mynd var leiksýrt af John Ford og í þeirri mynd lék hann á móti mörgum stórstjörnum eins og Henry Fonda og James Cagney. Þetta var fyrsta óskarsverðlaunamynd Lemmon´s en hann hlaut óskarinn aftur árið 1972 fyrir myndina Save The Tiger sem var undir leikstjórn Johns G. Avildsen þar sem Lemmon leikur fataframleiðanda sem á í erfiðleikum með að ná endum saman. Lemmon er tvíkvæntur og átti tvö börn.
Margir halda því fram að bestu myndir Lemmon´s sem gamanleikari væru þær sem voru undir leikstjórn Billys Wilders. Þær voru Some Like It Hot(1959), The Apartment(1960, hún hlaut eina óskarverðlaunatilnefningu) og Irma La Douce(1963, hún var tilnefnd til fjögurra óskarverðlauna og hlaut hún tvö verðlaun á þeirri hátíð þó að Lemmon væri ekki tilnefndur til neinna).
Myndir Wilders eru léttdulbúnir kynlífsfarsar sem einkennast af ófyrirleitnum húmor sem ganga eins langt og hægt var að ganga á þeim tíma. Siðferðisleg lausung er hér viðfangsefni gamanleiks ólíkt því sem gerist í dramamyndum Wilders eins og Double Indemnity(1944) og sunset Boulevard(1950).
Some Like It Hot gerist á bannárunum í Bandríkjunnum. Lemmon og Tony Curtis leika tónlistarmenn sem klæðast kvennmannsfötum til að komast undan glæpaflokk í Chicago. Þannig að þeir ráða sig í kvennmannshljómsveit sem er á tónleikaferð á leið til Miami, Flórída. Söngkona hljómsveitarinnar er leikin af Marilyn Monroe.
Í myndinni The Apartment leikur Lemmon ungan tryggingasala sem færist hratt upp metorðastigann með því að láta yfirmenn sína fá afnot af íbúð sinni. Allt gengur vel hjá honum þar til að hann verður ástfanginn af nýjustu hjákonu yfirmanns síns sem er leikin af Shirley McLaine. Eins og í mörgum myndum Wilders er hér af varkárni fetað á milli gamansemi og niðurlægingu.
McLaine og Lemmon unnu síðan aftur saman ári síðar í myndinni Irma La Douce. Þar er Lemmon það yfir sig ástfangin af gleðikonu(McLaine) að hann gerir allt sem hann getur til að vera eini viðskiptavinur hennar.
Grumpy Old Men. Jack Lemmon og Walther Matthau(1920-2000) léku í mörgum myndum saman og eru án efa eitt bestu og frægastu pörum kvikmyndasögunnar. Helstu myndir sem þeir hafa leikið í saman eru The Odd Couple(1968) myndir Billys Wilders The Fortune Cookie(1966), The Front Page(1974) og Buddy Buddy(1981) og nú síðast Grumpy Old Men(1993) og framhald hennar Grumpier Old Men(1996), Out To Sea(1997)og The Odd Couple II(1998). Auk þessara mynda er Kotch(1971) eina myndin sem Lemmon leikstýrði. En þar fer Matthau með aðalhlutverkið. Í flestum þessara mynda er Lemmon löghlýðin og reglusamur borgari, á meðan Matthau er ófyrirleitinn bragðarefur eða agalaus sóði. Þrátt fyrir að Lemmon og Matthau rifust og rifust í flestum kvikmyndum sínum voru þeir bestu vinir í áratugi.
Það urðu mikil skil á ferli Jack Lemmons með myndinni Days Of Wine And Roses(1962). Því að fram að því hafði hann aðeins leikið í gamanmyndum og gamansömum söngleikjum og vildi hann því sýna að hann réði við allskonar hlutverk bæði drama og gaman. Í myndinni leikur Lemmon drykkjusjúkling sem dregur eiginkonu sína(Lee Remick) með sér í ræsið. Myndin var tilnefnd til sex óskarsverðlauna meðal annars var Lemmon tilnefndur fyrir besta leik í karlhlutverki. Lemmon var hlaut tvíveigis verðlaun sem besti karlleikari á kvikmyndahátíðinni í Cannes árin 1979 og 1982.
Í Missing leikur Lemmon Miðaldra, íhaldsaman föður sem fer til Chile í leit að syni sínum sem hefur horfið í byltingunni. Ed Hormann efast í fyrstu ekki um bandarísk gildi en hann lærir fljótt að vantreysta samlöndum sínum og ráðamönnum í Santíagó. Eins og Terry Gunnel hefur bent á nýtir Costa-Gavras hæfileika Lemmons se klassískann trúð með því að setja hann í harmrænt hlutverk. Samúð okkar með Hormann vex jafnt og þétt og verður að djúpri vorkunnsemi sem við fylgjumst með honum tapa sakleysi sínu og ganga á hönd örvæntingarinnar.
Á síðustu árum lék Lemmon í ýmsum þekktum myndum meðal annars JFK(1991), Glengarry Glen Ross(1992), The Player(1992), Short Cuts(1993) og Hamlet(1996).
Jack Lemmon var frábær leikari og á það svo sannarlega skilið að fá grein birta um sig hér inni á huga.is.