Ég held áfram að gagrýna kvikmyndir, meistarans : Quentin Tarantino. Og núna verður það fyrsta myndin hans!
Leikstjóri og Handrit : Quentin Tarantino
Leikarar : Chris Penn, Harvey Keitel, Michael Madsen, Steve Buscemi, Edward Bunker, Lawrence Tierney, Randy Brooks, Kirk Baltz, Rich Turner, David Steen, Tony Cosmo, Stevo Poliy, Michael Sottile.
Tegund : Glæðpamynd, spennutryllir
Söguþráður :
Hópur af nafnlausum glæpamönnum safnast saman til að ræna skartgripaverslun. Verkefnið átti að vera einfalt og fljótgert, en einhver hefur fyrirfram kjaftað til lögreglu. Spurningin er: Hver er svikarinn?
Mitt álit:
Myndin byrjar á því að aðalpersónur myndarinar eru að spjalla saman og þú sérð hverjar af þeim eru leiðinlegar og hverjar ekki. Það er fyndið, því að það er spennan við myndina. Þá ert þú spæjarinn, maður verður að sjá hver svikarinn er. Myndin er ekki rétt sett upp, þá meina ég : flétta. Það er flott því þá þarf maður að raða þessu saman sjálfur. Myndin kemur alltaf smám saman í ljós og spennan eikst í hverju atriði. Handritið er vel skrifað, gaman að sjá hvað, næstum öll myndin, gerist bara á einu stað. Það á að hlusta á samræður myndarinar, því ef þú sleppir einni samræðu, þá veistu ekkert hvað er að gerast! Þetta er ekki mynd til þess að bora í nefið við. Fylgjast með. Útlitið á myndinni er einfalt, alls ekki gervilegt. Það er bara : þessi gata, þessi staður og mannlegt. Skítugt og svona. Leikara valið er snilld. Réttu leikararnir í rétta hlutverkið. Tökurnar eru einfaldar en það er bara flottur stíll. Ekkert álag á neinn. Fyrsta mynd Quentins, pottþétt virkar. Öðruvísi, raunveruleg og það vantaði akkúrat þannig.
Vel leikinn og það gerir myndina raunverulega.
4/5 stjörnur. það er fyrir ykkur gott fólk.
5/5 fyrir ekta Quentin aðdáendur!