Kill Bill Vol 1 & 2. (Quentin Tarantino-rýni) Ég var að spá í því að Gagnrýna nærum allar kvikmyndir sem hann hefur leikstýrt og aðalega leikið í. Ég byrja bara á ensk/japönsku blóðbaðinu hans Kill Bill 1 og 2.


Leikstjóri og handrit : Quentin Tarantino

Leikarar (Vol. 1):

Daryl Hannah
Michael Madsen
Uma Thurman
Vivica A. Fox
David Carradine
Lucy Liu


Leikarar (Vol. 2):

Daryl Hannah
Michael Madsen
Samuel L. Jackson
Uma Thurman
Vivica A. Fox
Michael Parks
David Carradine
Lucy Liu
Sonny Chiba

Klipping:

Sally Menke


Söguþráður (Vol. 1):

Brúðurinn vaknar eftir 5 löng ár í kóma. Barnið sem hún gekk með, áður hún fór í kóma-ið, er farið. Eina sem hún hugsar um og getur ekki hætt að gera, er hefnd á leigumorðingja-liði sem sveik hana, lið sem hún var eitt sinn í.

Mitt álit :

Það sést skrýrt og greinilega að honum finnst gaman af gömlum-japönskum-hasar myndum. Tónlistinn, stílinn, klippingarnar og hvernig hann ýkjir hlutina er Rosalegt. með stóru R-i. Handritið er frekar gott, söguþráðurinn er klassískur og einfaltur. Maður þarf ekki meira en þetta. Og það sem kryddar þetta hasarinn. Allt svo hratt, blóðið er eins og sturta…Perfekt. Leikurinn er mjög góður, samtöl myndarinar virkar vel, sagan á bakvið persónurnar eru svalar. Þessi kvikmynd er bara Ótrúleg. Skemmtilegir leikarar, klipping er rosalega flott. Myndin hefur líka fljéttu. Þá er sagan ekkert gerast á sama tíma. Það er Quentin. Þótt myndin er ekki lík Reservoir Dogs eða Pulp Fiction, þá hefur þessi mynd svona : ,,Hey, ég held að Tarantino gerði þessa mynd". Langar samræður, einfaldar tökur, söguþráður og mindless ofbeldi. Persónur myndarinar eru of töff til þess að vera satt. Brúðurinn? Er þetta ógnandi fyrir þér? Þessi persóna er born to kill! Maður fær ekki að vita hennar rétta nafn eða söguna sem liggur á hennar bak. Svo er virkar myndin eins og enginn af aðalpersónunum eru að fara að drepast. Þess vegna seigji ég : Ekki taka þessa mynd alvarlega, allavegana ekki það alvarlega!

Blóðbað (öll myndin), flott leikinn, geðveikur söguþráður, vel valnir leikarar, Flott mynd.

5/5 stjörnur.

_ _ _ _ _ _ _

Söguþráður (Vol. 2):

Morðóða Brúðurinn heldur áfram í hennar hefndar-ferð, hefnd á fyrverandi-yfirmanni hennar, Bill, og hans tvo hjálparmönnum ; yngri bróðir hans Budd og kærasta Bill's Elle.

Mitt álit :

Seinni partur Kill Bill er svarið. Allar spurningar sem þú ert búin að leita af þegar þú horfðir á fyrri hlutann eru hérna. Ef þér Vol. 1, þá áttu eftir að líka við þessa. Þessi er töff, vel skrifuð, vel leikinn, stíllinn, ALLT. Eða : næstum allt. Ekkert blóðbað. Sem skiptir engu máli. Það er meira að fókusera á sögunni en blóðinu. Er það ekki sem skiptir máli? Kvikmynd er ekkert annað en saga sem er sýnt á skjá. En það fer eftir því hvort sagan er vel skrifuð og hvort að það sé vari í henni. Þessi saga er þannig. Það er vari í henni, vel skrifuð. Og því þetta er kvikmynd, þá þarf maður að segja meira. Það er svo mikið sem felst í kvikmynd. Klipping, leikstjórn, tökur, brellur og allur fjandinn. Þessi hefur það allt. Og það skiptir máli. Quentin getur gert mistök, en þetta er mynd sem þú geymir uppí skáp og sýnir barnabörnunum þínum. Þessi er líka súpertöff, eins og hin. 90% af myndinni er lík Vol. 1 en það fer í taugarnar á sumum þá gef ég hana 4.5 af 5. En hjá mér : 5/5.

Kveðja dr1fingur, endilega kíkjið á fleiri gagnrýni eftir mig xD