Leikstjóri: Ridley Scott
Handrit: David Mamet, Steven Zaillian, Thomas Harris
Ár: 2001
Lengd: 131 mín
Aðalhlutverk:
Anthony Hopkins, Julianne Moore, Gary Oldman, Ray Liotta
Framleiðendur: Dino De Laurentiis, Branko Lustig, Terry Needham, Martha Schumacher
sbs:
**½/****
Superman og reyndar fleiri ofurhetjur, hefur þann skemtilega eiginleika að þegar hann lét á sig gleraugun og greiddi sér aðeins öðruvísi gat engin þekkt hann. Hann gat labbað um sem Clark Kent án þess að nokkur líkti honum við ofurmennið. Í Hannibal hefur Hannibal Lecter þennan sama eiginleika. Eftir að hann slapp úr klefanum sínum árið 1991 hefur hann komið sér fyrir í Ítalíu undir nafninu dr. Arthur Fell. Engin kannast við hann þar.
Hannibal fjallar aðalega um eitt fórnarlamb Lecters, Mason Verger, milljónamæringur sem hefur fengið náðun fyrir allt það ‘ljóta’ sem hann gerði. Lecter var sálfræðingurinn hans en kom heim til hans eitt kvöldið og spurði hann hvort að hann vildi ekki bara skera af sér andlitið og gefa hundunum það að éta. “It seemed like a good idea at the time” nefnir hann þegar hann er að lýsa þessu fyrir Clarice Starling. Mason er vondi karlinn í myndinni, svipað og Jame Gump í Silence of the Lambs nema hann er meira á skjánum, ég gæti trúað að hann væri meira á skjánum heldur en Lecter sjálfur. Mason er skaddaður eftir samskipti sín við Lecter, hann hefur voða lítið andlit eftir og er bundin hjólastól. Ridley Scott hefur gleymt því sem hann vissi þegar hann leikstýrði Alien, það er ekki að sjá skrímslið sem fær hjartað til að slá hraðar, það er eftirvæntingin að sjá það.
Clarice Starling er líka stór hluti af sögunni, hún er núna leikin af Julianne Moore, Jodie Foster fékk óskarinn fyrir framistöðu sína sem Clarice Starling í SotL svo að Julianne þurfti að fylla nokkuð stóra skó. En þó að hún nái að leika Clarice nokkuð vel er Clarice bara ekki skemtileg persóna lengur. Hún er orðin þurr og leiðinleg.
Lecter hefur líka breist, hann er núna frjáls og getur gert hvað sem hann vill. Af einhverjum ástæðum virðist hann ekki vera jafn áhugaverður þá. Hann er ekki lengur sálfræðilega ráðgátan sem hann var, núna gengur hann um, drepur fólk og segir “Okey dokey”.
En það sem kemur mest á óvart er hvernig Ridley Scott ákvað að leikstýra myndinni. Hún er háfleig og er mikið notað af ‘flash backum’ og enn meira af ‘slow motion’ atriðum. Eitt af því sem gerði SotL að frábærri kvikmynd var það að hún var svo einföld en samt margbrotin, það var einföld en frábær leikstjórn og sama má segja um tónlistina. Ridley ákvað að gera hana eins margbrotna og hægt er með miklum myndatökum og mikilli óperutónlist.
Það segja margir að maður eigi ekki að dæma Hannibal eftir Silence of the Lambs en ég held að maður megi það alveg því ég er ekkert of viss um að Hannibal hefði verið gerð ef að SotL hefði ekki orðið svona vinsæl. Allavegana hefði hún aldrei orðið eins vinsæl
sbs : 16/02/2002
<a href="http://www.sbs.is/critic/movie.asp?Nafn=Hannibal">Meira um Hannibal</a