Shallow Hal A.T.H. vinsamlegast lesið ekki eftirfarandi grein ef þið eruð ekki búi að sjá myndina eða ef ykkkur fannst myndin skemmtileg.

Ég fór á þessa mynd í gær(öskudag) og átti von á góðri mynd en mér skjátlaðist hraparlega. Þessi hræðilega mynd var gerð árið 2001 og var leikstýrt af Farelli bræðrum(Osmosis Jones)og tagline hennar er:,,The Biggest Love Story Ever Told.''. Í henni léku Jack Black(Evil Woman), Gwyneth Palthrow(The Talented Mr. Ripley), Jason Alexander(The Adventures Of Rocky And Bullwinkle), Libby Langdon(Sidewalks of New York), Jimmy Badstibner, Kyle Gass, John-Eliot Jordan(Me Myself and Irene), Sascha Knopf, David Lowe, Sasha Neulinger, David Rivitz(Hearts in Atlantis), Anthony Robbins, Susan Ward(The In Crowd).

Það fá engin orð lýst þesum hryllingi sem ég varð vitni að í gær. Eins og einhver sagði við mig fyrr í dag:,,Þessi mynd er 5 mínútna brandari teygður í 90 mínútur.''. Þessi mynd var auglýst sem gamanmynd og eins og flestir sem hafa farið á hana vita að það er ekki rétt. Fyrstu er þessi mynd átakanleg í ömurleika sínum og fluttist síðan á efra stig sóun á filmu. Þessi mynd fjallar um mann að nafni Hal(Jack Black) sem er dáleiddur í æsku af föður sínum er hann liggur á banabeði sínu þannig að hann ætti aldrei að sætta sig við meðallagið. En dag einn festist hann í lyftu með sjónvarpsráðgjafa sem afdáleiðir hann þannig að hann sér aðeins innri fegurð kvenna þannig að hann reynir bara við konur sem eru algjörar grýlur að utan. Vinur hans Mauricio heldur fyrst að hann hann sé orðinn eitthvað veikur en þeae Hal byrjar með Rosemary(Gwyneth Paltrow) sannfærist hann að eitthvað annað sé að.
Þannig að hann eltir upp dávaldinn og sannfærir hann um að segja honum orðin sem koma honum úr dáleiðslu. Eina ástæðan er að ég átti boðsmiða en annars hefði ég ekki farið.

Ótrúlega leiðileg mynd sem ætti að vera bönnuð í öllum löndum. Ég tek það fram enn og aftur að þessi mynd er algjör sóun á filmu og peningum. Það er nú varla þess virði að gefa þessari mynd stjörnugjöf en ég læt mig samt hafa það, ég gef henni lægstu einkunn mína hingað til og þá lægstu sem hægt er að gefa og það er waste/****. En þeir sem lásu þessa grein og fannst hún skemmtileg þrátt fyrir viðvaranir mínar hef ég aðeins eitt að segja ég varaði ykkur við.

kv
dictator :-)