Vinur minn Tolkien bað mig um að senda inn þessa grein um Meet the Feebles vegna þess að hann á í erfið leikum með að komast inn á notandanafnið sitt en hefur sent hana inn áður en byrtist hún þá aldrei. Sjálfum finnst mér þessi mynd vera snilld og mæli með henni.

Leikstjóri: Peter Jackson
Framleiðsluár: 1989
“Aðalleikarar”: Donna Akersten, Stuart Devenie, Mark Hadlow, Brian Sergent, Peter Vere-Jone, Mark Wright.
Lengd: ca. 90-95mín
Genere: Comedy/Musical/Animation

Ég sá þessa mynd í gær á DVD, hún er alveg eins og ég mátti búast við; viðbjóður, rugl og fyndni…með öðrum orðum algjör snilld. Þessi mynd fjallar í stuttu máli um brúður sem eru með sýninguna “Meet the Feebles”. Að mínu mati er enginn aðaleikari heldur er þetta um alla meðlimi sýningunnar. Myndin gerist fyrir sýningu og koma upp ýmis vandamál á meðan æfingum stendur og margt, margt fleira. Hún er mjög fyndin en það koma líka VIÐBJÓÐSLEG atriði, þeir sem hafa séð hana muna nú eftir flugunni(jukk). Það koma upp splatter atriði en þessi mynd sýnir að Peter Jackson virðir ekkert og það er ekkert of ógeðslegt fyrir hann. Hann hikar ekki við það að láta myndina inni halda dóp, kynlíf, ofbeldi, sora og viðbjóð. Ég mæli mikið með þessari og þá má líka heyra inn á milli í myndinni tónlist úr Bad Taste og einnig má heyra í röddina úr tvemur leikurum í Bad Taste, Doug Wren og Peter Vere-Jones. Það má einnig sjá í lokaatriðinu geimverurnar í Bad Taste sem áhorfendur. Ég mæli með þessari og er hún einnig drepfyndin.

***/****