Ég lagði leið mína um daginn út á vídeóleiguna heimamynd á langholtsveginum, í leit að einhverri gamalli, ömurlegri hryllingsmynd til að hlæja að.
Myndin sem varð fyrir valinu var Critters 4.
Leikstjóri myndarinnar er Rupert Harvey, en hann hefur framleitt aðrar myndir á borð við Android(1982), The Blob(1988) og nú síðast Bones(2000).
Tagline: In space, they love to hear you scream!
Myndin byrjar þannig að hausaveiðarinn Charlie er í þann mund að eyðileggja tvö síðustu “critters” eggin, þegar hann fær skilaboð frá alheims-sambandinu um að það megi alls ekki eyða eggjunum, þar sem að þetta eru þau tvö síðustu í heiminum.
Alheims-Sambandið sendir þá geymsluflaug til jarðar til að geyma kvikindin í. En Charlie verður fyrir því óhappi að læsast inn í farinu, sem veldur því að hann fellur í dásvefn.
Það er ekki fyrr en hálfri öld síðar að USS Tesla finnur farið á ráfi um himingeiminn.
Eftir að hafa grandskoðað farið, sjá þeir innsigli Alheims-Sambandsins. Þá hafa þeir samband við TerraCor fyrirtækið, sem er risa fyrirtæki þarna, um að fá að selja farið til þeirra.
Áhöfn tesla ákveður þá að fara smá úr leið og stoppa við í næstu TerraCor stöð.
En þá vill svo heppilega til að stöðin er mannlaus og lítur allt út fyrir að hún hafi verið yfirgefin í flýti.
Við nánari athugun áhafnarinnar sjá þau að TerraCor hefur verið að gera ýmsar rannsóknir á “tortímingar” dýrum, sem eiga að vera notuð í hernaði.
En eftir smá veru í geimstöðinni hleypur æði á flugstjóra USS Tesla, og hann opnar geimfarið þar sem að eggin eru geymd.
Ég ætla ekki að segja meira frá myndinni þar sem að margir eiga eflaust eftir að sjá hana.
*1/2 / ****