Jæja sendi þessa grein aftur núna, henni var hafnað á sínum tíma því ég átti að hafa rangt við en í ljósi tilnefninga til Óskarsins sem var verið að kynna fyrir stundu sendi ég þetta aftur. Ég bið ykkur ekki um að líta á þetta sem níð heldur sem athugasemd í háðskum tón eins og sjá má neðar. En here goes :)


Ekki veit hversu merkilegur pappír þessi skrif mín eiga eftir að verða og hvar þau munu lenda, en here goes.

Ég hef verið að velta því fyrir mér, með batnandi vef og góðu starfi umsjónarmanna hversu góður þessi hluti á Huga er. Í raun er hann framúrstefnulega góður og eigið þið allir hrós skilið. Oftar en ekki höfum við séð ýmsar fréttir hér fyrst. Og er það frábært. En allt ætlaði um koll að keyra hér um daginn þegar ég sá nýjan kubb heitir Verðlaunafréttir. Ég sá þennan kubb og hugsaði; “Þvílík snilld”. Opnaði hann og las. Bíddu bíddu á Sigzi tímavél hugsaði ég með mér??? Hann veit hvaða myndir fá tilnefningar til óskars í nokkrum flokkum. Þeas, Besta Föðrun, Bestu Hljóðbrellur, Bestu Teiknimyndir (get nú ekki betur séð en þarna eru bara allar teiknimyndir seinasta árs sem fóru í almenna dreifingu inan USA) og bestu tæknibrellur, þar sem höfundur kubbsins gékk meira segja svo langt að skrifa eitthvað í þessa átt (ekki orðrétt, enda er þetta lengur þarna) “Nú eru 7 myndir tilnefndar í þessum flokki en yfir leitt eru þær aldrei meiri en 5 bendir þetta til að árið hafi verið… og blabla”

Ég hugsaði með mér, þvílík og önnur eins steypa, og þetta var líka áður en Golden Globe var afhentur. Ég spyr sjálfan mig og samhugara mína og helst hann Sigzi. Hvar komstu yfir þessar upplýsingar??? Geturu ekki bara í leiðini sagt okkur hverjir unnu??

Ég er bara benda á þetta er rugl og finst mér ljótt að koma með sína eigin skoðun sem “staðfesta” frétt. Fólk tekur mark á ymsu hérna, en þegar það er rugl þá missir þessi fíni vefur mark sitt.

Ég hugsa að ég muni heyra afsökun á þá leið: “Tjaaa þetta er bara það sem ég las” eða “Tjaa þetta er bara svo afgerandi að einhverar af þessum myndum verða í þessum flokkum” eða eitthvað í þá áttina.

En maður og menn sem sjá um áhugamál tengdum kvikmyndum eiga að vita það allar tilnefningar til Óskars og flestra annara virtra verðlauna eru ekki birt í pörtum. Heldur er þetta allt birt í einu. Óskarstillnefningar verða kynntar eftir vikur eða tvær, er ekki með það á hreinu. En þetta finnst mér lágmarks kunnáta til að reka þennan vef á stoltari hátt.

En ég vil að engin líti á þetta sem eitthvað níð, heldur er þetta athugasemd í háðskum tón og ábending um það góða má fara betur. Ekki er ég að segja að ég geti eða muni hafa viljan til að halda svona vef betur við og vil ég þakka ykkur fyrir það hugsjónastarf og afþreyingu sem maður fær við að skoða þennan vef. Einnig er gaman ef einhver umræða skappist um þessa athugasemd hjá mér en ekki í einhver flami því þetta er ekki hugsað sem slíkt.

Strákar þið eruð frábærir, gangi ykkur áfram vel, með góðan vef.
:: how jedi are you? ::