Leikstjóri Luc Besson
Aðalhlutverk
Brion James
Bruce Willis
Chris Tucker
Gary Oldman
Ian Holm
John Neville
Luke Perry
Milla Jovovich
Lee Evans
Tom ‘Tiny’ Lister Jr.
Charlie Creed-Miles
Tricky
John Bluthal
Tegund myndar: Vísindaskáldskapur, spenna og húmor.
Umfjöllunn:
The Fifth Element er framtíðarmynd sem gerist árið 2263. Hún segir frá aðstæðum sem koma upp þegar staða himintunglanna hefur opnað hlið hins illa og hið illa stefnir á jörðina til að tortíma henni, breyta ljósi í myrkur og lífi í dauða að eilífu. Eina von jarðarinnar er fólgin í fimmta frumefninu sem er hin fullkomna vera, nefnd Leeloo. Hún ein getur stöðvað hið illa með því að sameinast frumefnunum fjórum og sent þannig hið magnaða sköpunarljós gegn hinu illa. Frumefnin fjögur eru varðveitt í fjórum steinum sem nauðsynlegir eru fyrir sköpunarljósið en margir eru á höttunum eftir þeim. Fimmta frumefnið og útsendari ríkisstjórnarinnar, Korben vilja ná steinunum til að bjarga heiminum, en hefnigjarnar geimverur og illmennið Zorg sem er handbendi hins illa á jörðu reyna að komast yfir steinana vegna mikilvægis þeirra. Uppgjörið á sér stað á plánetunni Paradís.
Mitt álit :
Þessi mynd er alveg stórskostleg Sci-Fi kvikmynd. Þetta er sýra til helvítis og það er það sem gerir mann glaðan. Söguþráðurinn er mjög kristinlegur og persónurnar eru mjög eftirminnilegar. En það er eitt sem pirrar mig samt við myndina. Það er ekki stórt en það er bara persónan sem Bruce Willis leikur. Þetta er fín persóna en hún líkist bara svo mikið persónan í DIE HARD. Ekki að segja að persónan er leiðinleg…bara prófið að segja : Die Hard og Fifth Element. Ekkert svakalega líkt en þetta er samt ekki stórt. Vondi kallinn er frekar fyndin, missheppnaður og asnalegur. Alltaf að reyna vera eins cool og hægt er en nei, hann lítur betur. Þessvegna er hann svona missheppnaður. Aðalpersónan Leeloo, mér finnst hún var pínu lík jesús. Ekki með klauleikann. Ekki með hversu asnalega hún talar. Heldur hvað hún er perfect. Hún lærir hluti á sekúndunni, þegar hún getur hlutina þá svona GETUR HÚN ÞAÐ. Þessi mynd er mjög vel tölvugerð og er bara gerð árið 1997. Það er frekar flott.
Luc Besson er búin að skrifa margar myndir en að leikstýra. Hann leikstýrði og skrifaði The Messenger : The story of Joan of Arc, Leon, Nikita, The Big Blue, Subway og Arthur and the Minimoys. Hann hefur skrifað Point of no Return, Taxi, Taxi 2, Taxi 3, Taxi 4, Kiss of the Dragon, Yamakasi, The Transporter, The Transporter 2, The Transporter 3, The Crimson Rivers, Danny the Dog, Bandidas og Taken. Hann framleyður mikið að myndum líka og á sitt eigið kompaní. Ég gef þessari mynd 5.
Ekki að grínast. Mjög góð mynd en samt ekki fyrir fólk sem fílar ekki sýruhausamyndir. Ef ég sé að tala eins og maður sem langar bara að fara í bíó og sér hana. Þá er það 3 og hálfa. Fyndin, vel leikinn, tölvugerð : great, vel leikstýrð og sagan er BRILLIANT.