<b>Alan Cox, Stanley Jobsson og Axel Torvalds</b><br>
Alan Cox er uppáhaldstölvunördinn minn. Ekki það að ég viti neitt um manninn eða lesi <a href="http://www.linux.org.uk/diary/“>dagbókina hans</A> og segi að hún sé full af snilld. Nei, málið er einfaldara, mér finnst Cox fyndin týpa.
<br><br>
Alan Cox hefur komið til Íslands og haldið fyrirlestra og er víst ekkert sérstaklega góður fyrirlesari, nennir víst yfirleitt ekkert að tala um það sem hann er beðinn um að tala um. Hann talar bara um það sem hann er að nördast í þá stundina. Ég man eftir mynd í blaði Skýrslutæknifélagsins þar sem Cox var ásamt tveimur skipuleggjundum ráðstefnunnar sem Cox var boðið á. Myndin var alveg stórkostleg því Alan Cox var alveg jafn rónalegur og venjulega en kapparnir tveir sem voru með honum voru voðalega fínir í jakkafötunum sínum og brostu alveg út af eyrum yfir því að hafa þennan hálfguð með sér á mynd. Ég hló þegar ég sá þessa mynd.
<br><br>
Alan Cox viðheldur á svo snilldarlegan hátt þeirri staðalímynd forritara að þeir séu nördar sem geri ekkert annað en að skrifa kóða, dreka kók og borða pizzu.
<br><br>
Ástæða þess er að ég er að skrifa þetta er að ég fór í bíó og sá Hollívúdd ræmuna <a href=”http://us.imdb.com/Title?0244244“>Swordfish</A>. Ég hefði líklega ekki farið að sjá hana ef ég hefði vitað að <a href=”http://us.imdb.com/Name?Sena,+Dominic“ title=”Dominic Sena“>leikstjórinn</A> gerði áður myndina <a href=”http://us.imdb.com/Title?0187078“>Gone in 60 Seconds</A> en það er nú önnur saga.
<br><br>
Myndin fjallar um samskipti tölvunörda við voðalega vonda ameríska gaura. Skemmtilegt var að sjá að hollívúddísku tölvunördarnir eru sko engir Coxarar, þeir eru gúmmítöffarar með fyrirsætulook. Fyndasta atriði myndarinnar er þegar hinn heimsfrægi hakkari <a href=”http://us.imdb.com/Name?Martin,+Rudolf“>Axel Torvalds</A>, sem líkt og frændi hans <a href=”http://www.cs.Helsinki.FI/u/torvalds/“>Linus Torvalds</a> kemur frá Finnland, mætir í yfirheyrslu hjá bandarískum yfirvöldum með finnskan túlk sér við hlið þá tala þeir félagarnir saman á þýsku. Það virðist vera skortur á finnskum hakkaraleikurum í Hollívúdd. Þeir redda sér þó vel þarna fyrir vestan því hinn þýski <a href=”http://us.imdb.com/Name?Martin,+Rudolf“ title=”af imdb.com“>Rudolf Martin</A> fer með hlutverk Axels og fer lipurlega með hinn þýska texta.
<br><br>
Það er margt mjög fyndið í þessari mynd. Aðferðir við tölvuglæpina eru alveg æðislega myndrænar, hinn glæsilegi ameríski tölvutöffari <a href=”http://us.imdb.com/Name?Jackman,+Hugh“>Stanly Jobson</A> fellur í stafi þegar hann sér hvað vondi gaurinn er búinn að troða mörgum skjáum inn í eitthvað herbergi og tölvugrúbb-píurnar veita sína þjónustu þegar þurfa þykir. Þetta og mart fleira gerir myndina hina bestu skemmtun - þó að hún sé á öðrum forsendum en greyið leikstjórinn vonaðist eftir. Ég held bara að allir tölvunördar og wannabe tölvunördar ættu að sjá þessa mynd. Þetta er svo yndislega mikið bull.
<br><br>
<b>Meira:</b><br>
<ul><li><a href=”http://images.google.com“>Images.google.com</A>: <a href=”http://images.google.com/images?q=Alan+Cox&num=2 0&hl=en&imgsafe=off“>Alan Cox leitarniðurstaða</a>
<br><br>
<li><a href=”http://images.google.com“>Images.google.com</A>: <a href=”http://images.google.com/images?num=20&hl=en&img safe=off&q=Linus+Torvalds&meta=site%3Dimages“>Linus Torvalds leitarniðurstaða</a>
<br><br>
<li><a href=”http://www.rudolfmartinfanclub.com/“>Rudolf Martin fan club . com</A>
<br><br>
<li><a href=”http://operationswordfish.warnerbros.com/“>Operation Swordfish</A>
<br><br>
<li>Slashdot: <a href=”http://slashdot.org/features/01/06/10/0034241.sh tml“>Review: Swordfish</A>
<br><br>
<li>The Register: <a href=”http://www.theregister.co.uk/content/28/20676.html“>Th e Reg guide to hackers in film</A>
<br><br><li>
PC World via CNN: <a href=”http://www6.cnn.com/2001/TECH/internet/04/05/hacking.hollywood.idg /index.html??s=8“>How Hollywood portrays hackers</A>
<br><br>
<li>Wired: <a href=”http://www.wired.com/news/digiwood/0,1412,44373,00.html“>This Swordfish Is Half-Baked </A>
<br><br>
<li>Plastic: <a href=”http://www.plastic.com/article.pl?sid=01/06/07/22162 59“>Swordfish umræða</A></ul>
<br><br>
„<a href=”http://www.murinn.is/prenta.asp?nr=92&gerd=Menni ng&arg=2“>Kjánaleg hasarmynd</A>“ er heitið á grein Ármanns Jakobssonar á <a href=”http://www.murinn.is“>Múrnum</A> um Swordfish. Greinin segir svipaða sögu og ég skrifaði hérna á undan en orðar þetta allt miklu betur, lýsingar eru ítarlegri og greinin hans er skemmtilegri.
<br>
<br>Lesið endilega greinina „<a href=”http://www.murinn.is/prenta.asp?nr=92&gerd=Menning&arg=2">Kjánaleg hasarmynd</A> “.