Þetta byrjaði sem svar við mulholland drive greininni, en eftir að þetta varð að feitari texta en ég hafði ætlað þá ákvað ég bara að senda inn grein.
Það var kommentað að Lynch hafi ekki útskýrt myndirnar sýnar [þær torskiljanlegu] og það sé bara undir áhorfendum komið að búa sér til sína eigin túlkun…..
þótt ég ætli ekki að agnúast út í fólk sem kýs að túlka þetta eftir sínu höfði, er ég þessu ósammála…
þótt lynch hafi ekki farið yfir plottlínur frá a-ö fyrir mulholland drive og lost highway þá hefur hann gefið ýmsar vísbendingar
og svo hafa verið tekin viðtöl við annan handritshöfund lost highway [man ekki nafnið, er á imdb.com] og editorinn og pródúsentinn Mary Sweeny og þau hafa einnig talað um pælingarnar í lost highway….
t.d. í einu viðtali við david lynch minnist hann á geðsjúkdóm/ástand sem kallast “psychogenic fugue” sem lýsir sér þannig að viðkomandi skapar sér nýjan raunveruleika, nýja persónu, nýja vini o.s.frv.
þetta gerist bara semsagt bara í haus viðkomandi og lynch talar um að þetta á sér samsvörun í lost highway….
þetta viðtal er að finna í heild sinni á þessari síðu:
http://www.geocities.com/~mikehartmann/losthighway/intlhfilm.html
þetta er hinn fínasti vefur og aðalsíðan er hér
http://www.geocities.com/~mikehartmann/losthighway /
í mulholland drive rannsakar lynch svipaða hluti, en að mínu mati þá snýr hann því við…
í lost highway tapar fred sér í fangelsinu um miðbik myndarinnar og skapar sér raunveruleikaflótta sem við sjáum síðan hrynja niður í enda myndarinnar….
EN
í mulholland drive þá byrjum við í draum aðalpersónunar [diane] þar sem hún er betty og nær upplifir mixtúru af nostalgíu fyrir því hvernig hennar líf hefði getað orðið, og ótta við hvað hún hefur gert [leigumorðið á camillu]
og þetta kemur auðvitað best í ljós í byrjun myndarinnar þegar við sjáum í gegnum augu diane þegar hún ráfar yfir koddanum og sekkur ofan í hann …. [og sofnar og draumurinn byrjar]
og í enda draumsins sem endar á því að kúrekinn segir við hana í svefnherberginu "time to wake up [little] girl"
Þetta er auðvitað bara mín skoðun, og vissulega eru fínni þræðir í báðum þessum myndum sem að mínu mati eru meira fyrir túlkun áhorfandans en eitthvað sem fylgir plottinu 100% [t.d. dvergurinn sem stjórnar kvikmyndabatterínu í mulholland drive]
btw, ég horfði á lost highway u.þ.b. 3 sinnum áður en að þetta skemmtilega og flókna plott rann upp fyrir mér… og mulholland drive einu sinni [ég ætla ekki að far útí að greina þetta niður í smáatriði, enda er skemmtilegast að sjá það sjálfur við enduráhorfun á myndirnar...]
ég horfði á mdrive t.d. aftur nýlega, og sá helling af skemmtilegum litlum tilvísunum sem meikuðu sens, sama með lost highway, það eru alltaf lítil smáatriði sem maður tekur ekki eftir fyrr en í 2-4-6 skiptið sem maður sér hana, og fyrir mér ein af ástæðunum fyrir því að þær eru svo skemmtilegar myndir.