Það er sorglegt að sjá hvað það ríkir mikil ófrumlegheit í Hollywood um þessar mundir. Ef að það er ekki verið að gera myndir eftir einhverjum hasarmyndablöðum þá er líka verið að endurgera gamlar myndir. Þá á Hollywood það einnig til að endurgera evrópskar myndir svo að hamborgararassarnir geta notið sögunnar betur. Stundum er skiljanlegt að menn vilja endurgera myndir sem náðu ekki settu markmiði á sínum tíma, t.d. vegna þess að tæknibrellurnar voru ekki nógu þróaðar á þeim tíma eða það voru ekki nóg af peningum til að fá góða leikara. Það gerist oft og mörgum sinnum að endurgerðin sé betri en fyrirrennari hennar og það er náttúrulega gott mál. Það eru samt fullt að góðum bókum til sem mætti gera kvikmynd úr og svo eru fullt af áhugaverðum handritum til en kvikmyndaverin þora ekki að gera þessar myndir vegna þess að þeim finnst það vera of mikil áhætta. Mig langar því aðeins að fara yfir nokkra endurgerðir og reyna að fá niðurstöðu í það hvort þær borgi sig eitthvað.

Evrópskar myndir sem voru endurgerðar fyrir USA:

1.Hodet over vannet/Head above water: Báðar myndirnar eru ágætar og ameríska myndin bætir ekkert söguna. Tilgangslaus endurgerð.
2.Nattevagten/Nightwatch: Ég dýrka dönsku útgáfuna og var ég þess vegna gífurlega fúll að sjá Nightwatch því hún var langt frá fyrri myndinni þrátt fyrir fína leikara(Ewan McGregor og Nick Nolte).
3.Profumo Du Donna/Scent of a woman: Ég hef ekki séð frönsku myndina en Scent of a woman er gæðamynd þar sem Al Pacino fer á kostum. Þessi endurgerð er því jákvæð og vel gerð.
4.La Femme Nikita/Point of no return: Luc Besson gerði frönsku myndina og hún er ein af bestu myndunum hans. Mjög stílhrein og brutal en ameríska útgáfan með Bridget Fonda sýgur feitan.
5.Les Diaboliques/Diabolique: Fyrri myndin var gerð 1955 og fær góða dóma(8.2 á imdb) en ameríska myndin með Sharon Stone fær 5. Það er greinilegt að þessi endugerð er mistök.
6.Spoorloos/The Vanishing: báðar þessar myndir eru gerða af sama manninum sem er frá Hollandi. Eitthvað hefur honum mistekist í ameríku því fyrri myndin þykir mikið betri(8.0). Hins vegar finnst mér seinni myndin fín með Jeff Bridges í feiknaformi en hún fær(5.9 á imdb).
7.City of Angels: Ameríska útgáfan er endurgerð af þýskri samnefndri mynd sem kom út 1987 og þær þykja svipaðar í gæðum.
8.Les Compéres/Fathers Day: Franska útgáfan þykir mikið betri þar sem Gerard Depardieu fer á kostum. Ameríska útgáfan var hundleiðinleg og Robin Williams og Billy Crystal slappir.
9.La Chévre/Pure Luck: Ég hef ekki séð frönsku útgáfuna en Pure Luck var frekar slöpp mynd og telst því þessi endurgerð mistök.
10.La Cage aux folles/The Birdcage: Franska myndin var tilnefnd til óskarsins árið 1978 en seinni myndin sem Mike Nichols gerði var frekar slöpp og ófyndin.
11.Trois Hommes et un couffin/Three man and a baby: Ameríska útgáfan fær betri dóma og þykir mikið fyndnari. Góð endurgerð.
12.Un Indien dans la ville/Jungle 2 jungle: Tvímælalaust heimskulegasta endurgerðin. Báðar hundleiðinlegar myndir.
13.La Totale/True Lies: Þetta er náttúrulega vel heppnuð endurgerð sem James Cameron gerði af þvílíkri snilld.
14.Abre los ojos/Vanilla Sky: Ég hef ekki séð spænsku útgáfuna en mér hefur verið sagt að hún sé betri. Mér fannst allavega Vanilla Sky ekki góð og þá er hún að mínu mati léleg endurgerð.
15.El Mariachi/Desperado: Ég hef séð báðar þessar myndir og mér fannst þær báðar góðar. Robert Rodriguez gerði báðar myndirnar en í fyrri myndinni hafði hann lítinn pening og því var það skynsamlegt að endurgera hana með meiri peninga á milli handanna.
16.La Jeteé/Twelve Monkeys: Þótt franska myndin sé stuttmynd þá var Twelve Monkeys amerísk útgáfa af henni í fullri lengd og var gerð mjög vel og ekkert nema gott um þá mynd að segja.

Það eru fleiri endurgerðir í þessum flokk að koma bráðum eins og t.d. Insomnia, sem er endurgerð af norskri samnefndri mynd, þar sem Christopher Nolan(Memento)leikstýrir Al Pacino og Robin Williams. Gæti verið áhugaverð þessi.
Einnig er að koma amerísk útgáfa af japönsku hryllingsmyndinni Ring út á næstunni. Myndin á að heita The Ring og Gore Verbinski(The Mexican) leikstýrir.

Svo eru það líka gamlar amerískar myndir sem fara í gegnum endurgerðarvélina í Hollywood.

1.The Day of the jackal/The Jackal: Seinni myndin er meiri hasarmynd sem halar inn peninga.
2.The Thomas Crown Affair: Það var allveg óþarfi að endurgera þessa mynd því það ekkert hægt að bæta við og þess vegna er seinni myndin frekar slöpp.
3.The Getaway: Fyrri myndin með Steve McQueen og Ali McGraw er klassísk og því var það allgjör nauðgun að sjá þessa slöppu endurgerð með fyrrverandi hjónunum Alec Baldwin og Kim Basinger.
4.The Thing From Another World/The Thing: Þessi endurgerð er gífurlega vel gerð og útkoman er ein besta mynd John Carpenters og ein af betri hryllingsmyndum sem er tímalaus. Vel gerð endurgerð.
5.Invasion of the bodysnathers: Fyrri myndin hans Don Siegel frá 1956 fölnar í samanburði við snilldar endurgerð hans Philip Kaufman frá 1978 með Donald Sutherland í aðalhlutverki. Mjög góð endurgerð sem var nauðsynleg.
6.The Fly: Upprunalega myndin frá 1958 þótti léleg sökum lélegra leikara og sviðsetningar sem var slöpp að öllu leyti. Cronenberg endurgerir hana 1986 og skapar cult-mynd sem er enn í dag LANG besta myndin hans og Jeff Goldblum´s. Góð endurgerð
7.Dial M for Murder/A perfect murder: Gífurlega slöpp endurgerð af klassískri Hitchcock-mynd. Skammarleg meðferð á fínni sögu.
8.Psycho: Það er náttúrulega ekki auðvelt að endurgera eina af betri myndum sögunnar. Endurgerðin(1998) var nákvæmilega eins ramma fyrir ramma en samt var hún gífurlega slöpp og leiðinleg. Vince Vaughn er ekki nógu góður Norman Bates. Slöpp endurgerð.
9.Shaft: Mér fannst það asnalegt að endurgera þessa mynd. Þetta er myndin sem markaði tímamót í sögu svartra leikara og endurgera hana svo lélega er ekkert nema móðgun og Samuel L. Jackson og John Singleton(Boys in the hood) mega skammast sín fyrir.
10.Cape Fear: Meistari Scorsese elskaði upprunalegu myndina frá 1962 með Robert Mitchum og ákvað því að endurgera hana. Honum tókst að gera enn betri mynd og tvímælalaust ein af betri endurgerðum sem hafa verið gerðar.
11.The Planet of the Apes: Mér fannst að snillingurinn Tim Burton hefði átt að gera betri mynd í virðingarskyni við fyrri myndina frá 1968 með Charlton Heston. Í staðinn fíflast hann með myndina og kemur með óskiljanlegan ruglendi sem sumir vilja meina að sé einkabrandari Burtons.
12.Get Carter: Upprunalega myndin(1971) er víst mjög góð og þar sýnir Michael Caine allar sínar bestu hliðar. Endurgerðin með Sly Stallone er víst svo slöpp að hún er ekki ennþá komin hingað til landsins(hún var gerð 2000).
13.Oceans´s Eleven: Ég var að sjá upprunalegu myndina í sjónvarpinu um daginn og það verður að segjast að það var gott að Soderbergh ákvað að endurgera hana. Góð endurgerð.
14.12 Angry Men: Ég hef ekki séð fyrri myndina en mér fannst seinni myndin mjög góð þannig að hún telst sem góð endurgerð í mínum bókum.
15.Gone in 60 seconds: Hvað getur maður sagt? HASAR HASAR HASAR
16.The Mummy: Þessi hefur verið gerð mörgum sinnum en nýjast útgáfan er gerð fyrir brellurnar einungis og skemmtanagildið en hún er ekki jafn óhugnaleg og hinar myndirnar.
17.Kiss of Death: Ég sá aldrei fyrstu myndina en mér fannst endurgerðin ágæt en ekkert meira. Tilgangslaus endurgerð.
18.Dirty Rotten Scoundrels: Frank Oz endurgerði þessa 1987 og hún er mikið betri en fyrri myndin. Steve Martin og Michael Caine er mjög góðir sem svikararnir og ég mæli með þessari.
19. Dracula: Þetta er náttúrlega eitt vinsælasta kvikmyndaefni í heiminum en mér fannst myndin hans Francis Ford Coppola frá 1992 vera skást. Þar sem Gary Oldman fór á kostum sem greifinn Dracula.

Fljótlega kemur myndin Rollerball í kvikmyndahúsin í USA en hún hefur fengið slæma dóma og þykir mörgum þetta endurgerðarstúss vera komið út í öfgar.

Það er í rauninni allveg sniðugt að endurgera sumar myndir ef það er hægt að bæta þær. Annars finnst mér að Hollywood ætti að reyna að hugsa meira um að koma með frumlegar hugmyndir og hætta þessari afritakvikmyndagerð. Ég þoli það líka ekki þegar kanarnir “ræna” evrópskum myndum og breyta þeim í sukkmyndir bara vegna þess að þeir nenna ekki að horfa á myndir með texta undir. Það eina góða er að leikstjórar þessara snilldarmynda fá athygli og fá þess vegna fleiri tækifæri. Það verður gaman þegar evrópskir kvikmyndagerðamenn yfirtaka Hollywood. Það eru nefnilega ekki margir bandarískir kvikmyndagerðamenn sem eru að gera eitthvað af viti í dag. Látum kanana frekar bara leggja peningana í myndirnar, það er það eina sem þeir eru góðir í:)

Hvað finnst ykkur um þessar endurgerðir og endilega nefnið fleiri dæmi ef þið vitið um þau. Ég man ekki eftir fleirum eins og er.

-cactuz