The Mosquito Coast The Mosquito Coast (1986)

Leikstjóri: Peter Weir

Aðalhlutverk:

Harrison Ford….Allie Fox
Helen Mirren…..Mother
River Phoenix….Charlie
Jadrien Steele…Jerry

Þetta er önnur myndin sem Peter Weir og Harrison Ford gera saman.
Hin var Witness (1985) ***/****

Ég leigði þessa snilldarmynd um daginn og ég verð að segja að þetta er eitt af meistaraverkum sem til er á filmu. Þessi mynd er leikstýrð af Peter Weir sem gerði snilldarverkin The Truman Show og Witness. Þessi mynd er um raunsæissmannin Ally Fox (Harrison Ford) sem heldur því fram að bandaríkin eru að fara til helvítis í kjarnorkustriði eða vegna fáfræði almenningsins. Hann fer með fjölskyldu sína til suður ameríku og ætlar að stofna nýtt samfélag.
Þetta er ein mesta áhugaverðasta mynd sem ég hef séð.

Hann er líka uppfinningarmaður sem finnur upp tæki í byrjun myndarinnar, sem breytir eldi í ís. Þetta er spennandi mynd og skemmtileg í leiðinni. Ég mæli innilega með henni fyrir alla kvikmyndaáhugamenn. Smat ég er ósáttur við það að Harrison Ford var ekki einu sinni tilnefndur til óskars fyrir myndina.

***1/2 af ****

Takk Fyrir
Gullbert