Búin til af: Bobby Farrelly
Peter Farrelly
Handrit: Marc Hyman
Frábær mynd.
Myndin fjallar um mann sem heitir Frank og vinnur í dýragarði og á dóttur sem þykir voða vænt um hann. Frank er svoldið misheppnaður og er ekki að takast að afla sér vinsælda.
Einn daginn í dýragarðinum er hann að fara að borða egg og einn apinn tekur það af honum og stingur upp í sig, Frank tekst að ná egginu út úr apanum og borðar það síðan sjálfur.
Banvænn sýkill kemst inn í hann af völdum eggsins og er sýnt inn í hann þar sem teiknaða persónan Osmosis Jones (Chris Rock talar fyrir hann) fer með hlutverk leynilögreglu inn í líkamanum. Það á að segja honum upp úr sínu starfi fyrir að misheppnast að elta nokkra litla vírusa og skemma hluta úr “borginni” sem er inn í honum.
Frank fer að líða illa þar sem þessi banvæni vírus er farinn að vinna verk sitt og tekur inn svona töflu sem á að lækna allt og fær hann Osmosis Jones það hlutverk að sýna honum Drix sem er taflan (David Hyde Pierce talar fyrir hann) staðinn og upphefst þá meiri háttar mynd.
Þetta er frábær mynd fyrir alla aldurshópa, vel teiknuð og flottur söguþráður.
Stjörnugjöf: ****/*****
Kv. Keyze