Endurkoma Tarantinos ?
Quentin Tarantino verður seint talinn einn afkastamesti leikstóri samtímans en nú loksins hefur hann hafist handa við að taka sína nýjustu mynd. Myndin ber heitið Kill Bill og á hún að koma í kvikmyndahús vestanhafs núna á þessu ári.
Nú eru liðin 5 ár frá því þegar hann sendi frá sér Jackie Brown og verður Kill Bill þá fjórða leikstjórnarverkefni hans í fullri lengd. Ég ætla nú ekki að rita ævisögu Tarantinos í þessari grein því flestir hér á þessum vef ættu nú að kannast nokkuð vel við manninn og myndirnar hans
Myndin er að því sem ég best veit svona low-life gangstera mynd líkt og hinar myndir hans og er að því leiti ekkert ólík því sem hann hefur gert áður. Með tillitssemi til þeirra sem vilja helst ekkert vita um söguþráðinn set ég bara link á hann hér http://us.imdb.com/Plot?0266697
Tarantino hefur frá því hann gerði sína fyrstu mynd aldrei átt í neinum vandræðum með að troða stórstjörnum í annað hvert hlutverk og er Kill Bill þar engin undantekning frá þeirri reglu. Í leikarahópnum eru stór nöfn eins og
Uma Thurman
Warren Beatty
Michael Madsen
Jason Biggs
Lucy Liu
Daryl Hannah ( enn ein útbrunnin stjarna )
Síðan ber að nefna martial arts snillingana Sonny Chiba og Woo-ping Yuen.
Castið lofar góðu en spurningin er mun hann stimpla sig aftur inn á kortið? Er Tarantino álika útbrunninn og Daryl Hannah eða mun hann koma aftur með eitthvað í líkingu við Pulp Fiction eða Reservoir Dogs?
Nokkur comment væru vel þegin.