
Þessi mynd fjallar um Anthony Hubbard(Denzel Washington) sem er í and-hryðjuverkahóp FBI og þarf hann að berjast við hryðjuverkahópa í
New York sem reyna að kappi að valda usla í borginni. Margt gengur á milli hans og félaga síns Frank Haddad(Tony Shalhoub) og hann hættir um tíma hjá FBI. Hann hittir einnig Elise Kraft(Anette Bening) sen hefur uppljóstrara innan samtakanna. En hlutir fara úr böndunum og lýst er yfir herlögum í New York eftir að höfuð stöðvar FBI hópsins eru sprengdar og þá kemur hershöfðinginn og föðurlandsvinurinn William Devereaux(Bruce Willis) og fer að hlera
Hubbard sem leiðir til uppreisn FBI gegn hernum. Einmitt þegar Hubbard heldur að hann hafi samtökin í hendi sér kemur annað í ljós.
Mér fannst þetta vera ágæt mynd og góð afþreying mjög góður leikur hjá mjög góðum leikara Tony Shalhoub úr Stark Raving Mad þáttunum.
Ég gef henni **+/****.
Hér kemur quote úr myndinni:,, The CIA didn't know the Berlin Wall was falling until the bricks started hitting them in the face.''