Spy Game Titill:Spy Game
Framleiðsluár:2001
Leikstjóri:Tony Scott
Aðalleikarar:Robert Redford, Brad Pitt
Lengd:125 min
IMDB rating:7,3
Rotten Tomatoes:Fresh-72%
Genre:Action, Crime, Dama, Thriller

SPY GAME
Ég sá þessa í gær á Visa forsýningu og varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Þessi nýjasta mynd leikstjórans Tony Scott´s ( True Romance, Crimson Tide, Top Gun, The Last Boy Scout ) fjallar um CIA mann að nafni Nathan Muir ( Robert Redford ) sem fær fréttir af því að ungur félagi ( Tom Bishop-Brad Pitt ) hans í njósnum hafi verið handtekinn í Kína fyrir njósnir. Muir er neyddur til að segja yfirmönnum sínum allt um samband hans og Bishop´s. Á meðan yfirmennirnir í CIA reyna að slíta sambandi sínu við Bishop ( sem á að vera tekinn af lífi inna sólarhrings ) reynir hann Muir hvað eftir annað að reyna að koma upp með eitthver plön um björgun Bishop´s. Myndin gerist aðallega í svona flashback atriðum, allt frá Vietnam til Beirút. Flashback atriðin eru öll vel gerð og vel leyst af hendi. Leikurinn er mjög góður hjá aðalleikurunum ( Redford-Pitt ) en þó voru nokkrir CIA gaurar frekar lélegir. Annars var leikurinn mjög góður. Það voru nokkur vandamál með handritið sem hefði mátt vera betra að mínu mati. Svo var eitt alveg fáranlegt. Karakterarnir breyttust ekki neitt. Á þessum 16 árum sem myndin gerist sér maarr engan mun á aldri persónanna frá 1975-91. Það hefði nú verið hægt að nota einhverskonar make up á karakterana, en ég ræð víst engu um það. Myndatakan var nú alveg eins og í öllum öðrum myndum Scott´s ( þ.e.a.s. góð ). Tónlistin var óþolandi á köflum en hentaði myndinni einnig vel á sumum tímum. Það eru þó nokkrar klisjur í myndinni, t.d. Muir leikur CIA mann sem er að fara á eftirlaun ( klisja, klisja, klisja ). En þrátt fyrir allt er þetta hinn traustur og mjög spennandi þriller sem ég mæli með fyrir alla unnendur spennumynda.

***/****

Smokey…