Ég skrapp niður í búðina 2001 á Hverfisgötu í gær og ætlaði að kíkja á úrvalið. Ég var með 1500kr, og leitaði að eins góðri mynd og ég gæti fundið fyrir þennan pening. En víkjum nú að myndinni.
Þessi mynd vann mörg verðlaun fyrir að vera óendanleg vitleysa um geimverur sem ætla að yfirtaka jörðina (vá, frumlegheit). Þessar geimverur eru yfir sig hrifnar af mannakjöti, og stunda mannát daginn út og daginn inn. En svo eru einhverjir gaurar sem koma inn í miðja mynd til að verja jörðina. Þeir eru ennþá heimskari en geimverurnar. Samtölin þeirra eru óborganleg.
Þeir ráðast inn í “base”ið hjá geimverunum og senda geimverurnar aftur til síns heima.
Myndin er dæmi um sprenghlægilega kvikmyndagerð með rjóma ofan á. Ef þið finnið þessa mynd einhversstaðar á kvikmyndaleigu, mæli ég eindregið með að þið kynnið ykkur kostinn sem ykkur býðst.