Ég sá þessa mynd fyrst í fyrra þegar hún var ný á leigu og sá hana svo aftur í um daginn. Þessi mynd var gerð árið 1999 og var leikstýrt af Kinka Usher. Og í henni léku Hank Azaria(Americas Sweethearts), Claire Forlani(Antitrust), Janine Garofalo(The Matchmaker), Eddie Izzard(Shadow Of The Vampire), Greg Kinnear(A Smile Like Yours), William H Macy(A Slight Case Of Murder), kel Mitchell(The Adventures of Rocky and Bullwinkle), Lena Olin(Chocolat), Paul Reubens(Blow), Geoffre Rush(The Tailor of Panama),
Ben Stiller(Zoolander), Wes Studi(Heat), Tom Waits(The Outsiders),
Artie Lange(Dirty Work), Jenifer Lewis(Dead Presidents), Joel McCrary, Lucas Meyers, Pras, Stacey Travi(Bandits).
Þessi mynd fjallar um þrjár ofurhetjur Mr Furious(Ben Stiller) The Shoveler(William H Macy) og The Blue Raja(Hank Azaria)sem eiga þann draum heitast að verða alvöru ofurhetjur en Captain Amazing(Greg Kinnear) skyggir altaf á þá. Dag einn eftir bardaga á elliheimili ákveður Captain Amazing að frelsa Casanova Frankenstein(Geoffrey Rush) úr geðveikrahæli. Fyrsta verk Casanova
er að sprengja upp geðveikrahælið og ræna Captain Amazing.
Hann smíðar þá einhvrja vítisvél og ætlar að breyta allri borginni í grænmeti. Þá fá ofurhetjurnar nokkrar nýjar ofurhetjur í liðs með sér og saman reyna þau að bjarga Captain Amazing. En ýmislegt fer úrskeiðis í hamagangnum drepa þeir Captain Amazing og þá hafa þeir samband við vopnahönnuðinn Dr A Heller og hann hjálpar þeim að koma í veg fyrir að Casanova breytir allri borginni í grænmeti.
En að lokum ná þeir að eyðileggja vítisvélina og drepa Casanova
og síðan fá þau drauma sína uppfyllta og verða alvöru ofurhetjur.
Mér fannst þessi mynd vera mjög fyndin og góð afþreying. Ég gef henni **+/****. Ef ykkur fannst þessi mynd vera skemmtileg mæli ég með öðrum myndum leikaranna eins og America's Sweethearts, Mystery Alaska, Cradle Will Rock, Godzilla, Grosse Pointe Blank, Heat,
AntiTrust, Boys and Girls, Meet Joe Black, Mallrats, Police Academy: Mission to Moscow, Wet Hot American Summer,The Adventures of Rocky & Bullwinkle, Cop Land, Romy and Michele's High School Reunion, Someone Like You, Loser, You've Got Mail, As Good As It Gets, Jurassic Park, State and Main,A Slight Case of Murder, Happy Texas, Zoolander, Meet the Parents, Keeping the Faith, Permanent Midnight, There's Something About Mary, Zero Effect.