Ég sá þessa mynd í gær (laugardag) og fannst hún það drepfyndin að ég varð að gera grein um hana og hún hlóðar svo . Þessi mynd var gerð árið 2000 og var leikstýrt af Tom Dey. Í henni léku Jackie Chan(Who Am I), Owen Wilson(Behind Enemy Lines), Lucy Alexis Liu(Payback), Roger Yuan, Brandon Merrill, Xander Berkeley(Air Force One), Walt Goggins(Major League: Back To The Minors), Eric Chen.
Þessi mynd fjallar um mann að nafni Chon Wang(Jackie Chan) sem er lífvörður keisarans í kína. Dag einn er prinsessunni(Lucy Alexis Liu) rænt af Lo Fong(Roger Yuan) úr forboðnu borginni og er farið með hana til Bandaríkjanna nánar til tekið Nevada . Á leiðinni til Nevada reynir útlaginn Roy O´Bannon(Owen Wilson) að ræna lestina sem Chon Wang er í. En þá fer eitthvað úrskeiðið og frændi Chon Wang verður drepinn af einum ræningjunum og þá snýst klíkan hans Roy gegn honum . Og þá verður Chon Wang viðskila við félaga sína og eftir vitlausar leiðbeiningar og ferðast hann yfir fjöllin og giftist án meðvitundar indijánastelpu sem fær þær leiðbeiningar að
passa upp á hann. hann heldur för sinni áfram og hittir þá aftur Roy O´Bannon og byrja þeir að slást á einhverjum bar og lenda þeir í fangelsi. En um nóttina kemur eiginkona Chon Wangs og hleypir þeim út úr fangelsi og þeir halda því áfram saman á leið til Carson City.En þá hitta þeir mannaveiðarann Nathan Van Cleef(Xander Berkeley) sem einhvern veginn hefur frétt af gullinu sem átti að vera lausnargjald prinsessunar og hann reynir að ná gullinu. En a ð lokum ná þeir að komast til Carson City og heyja lokabardagann við vonda karlinn.
Mér fannst þessi mynd vera alveg ágæt afþreying. Ég gef henni **/****. Þó eru til margar aðrar góðar myndir með þessum leikurum og
þær eru : Rush Hour 2, Who Am I, Rush Hour, Mr Nice Guy, The Legend of Drunken Master, Thunder Bolt, The Twin Dragons, Zoolander, Meet the Parents, The Haunting, Breakfast of Champions,
Permanent Midnight, Armageddon, Anaconda, The Cable Guy.