Myndin er frá 1999 og fjallar í stuttu máli um listræna stelpu (Kyra) sem fær draumastarfið - að vera tilraunadýr í gerð (afsakið þýðinguna) “mannfræðilegrar experimental myndar”. Í staðinn fær hún ókeypis mat og húsnæði í risastóru og vel innréttuðu húsi. Þegar þangað er komið kynnist hinum krökkunum sem taka þátt í verkefninu en þeim finnst Kyra ansi skrýtin, enda er hún einræn og alltaf að teikna dökkar og spúkí myndir. Þau vita hinsvegar ekki að innblásturinn í myndirnar kemur frá persónu sem hræðir hana í martröðum og dagdraumum. Hjá krökkunum er gaman gaman og jolly þar til að ein stelpan fer um kvöldið niðrí eldhús að fá sér að drekka. Þar gengur hún í banvæna gildru og þegar krakkarnir reyna að bjarga henni falla hlerar fyrir alla glugga og hurðir og þau lokast inn í húsinu. Þá hefst leit þeirra að útgönguleið - og á sama tíma flótta frá vonda kallinum…
Ég tók þessa mynd alveg óvart, var veikur heima og var alveg til í eitthvað rugl. Ég meikaði hins vegar ekki að klára hana því ég var, í fyrsta skipti á ævinni, skíthræddur af völdum einhverrar myndar. Ég kveikti öll ljós og sat inní stofu og leit paranoid í kringum mig alltof lengi, og var þá búinn að fara með koverið fram í skóhillu. Mér leið eins og Joey í Friends þegar hann setur bækur í frystinn. Ég hefði kannski átt að prófa það…
Ég veit ekkert hvort fólk fílar hana eða ekki, en mig langaði bara að segja frá henni. Og að sjálfsögðu er hún bara til í Laugarásvídeó.