Titill:Rat Race
Framleiðsluár:2001
Leikstjóri:Jerry Zucker
Aðalleikarar:Cuba Gooding Jr., John Lovitz, Breckin Meyer, Rowan Atkinson, John Cleese, Amy Smart, Seth Green, Whoopi Goldberg
Ég sá þessa nú í gær, og ja…langar til að deila tilfinningum mínum með ykkur! Æji fokk it, cut the crap.
Leikstjóri Rat Race, hann Jerry Zucker er líklega best þekktur fyrir að hafa leikstýrt grínmyndum á borð við Airplane og Top Secret, og fyrir að hafa komið nálægt Naked Gun myndunum með honum Leslie Nielsen í aðalhlutverki. Já þar hafiði það! En hér er hann kominn aftur á grínmarkaðinn eftir frekar misheppnaða mynd að nafni First Knight ( 1995 ). Allavega Rat Race heitir nýja mynd hans og má segja að honum hafi tekist bara nokkuð helvíti vel ( þó hann sé langt frá hæðum Airplane og Top Secret ). Þetta er hálfgerð endurgerð af It´s a Mad Mad Mad Mad World, en ég er soddan rítard að ég er ekki búinn að sjá IMMMMW, þannig að ég get ekki gert þessa grein langdregna, leiðinlega og umfram allt hálf skrýtna. Ég er í hálfgerðu rugli núna þannig að ekki taka mikið mark á þessu rugli sem ég var að ljúka við að skrifa. En ok, ok myndin fjallar um moldríkan gaur að nafni Donald Sinclair, sem John Cleese túlkar stórkostlega ( ekkert óskarsvænt eða eitthvað álíka, æj fokk it, en og aftur ekki taka mikið mark á mér ). Hr. Sinclair er svona gambler, og býður nokkrum einstaklingum once in a life time chance, til að fá 2 milljónir dollara í seðlum. Það eina sem þessir heppnu einstaklingar þurfa að gera er að ferðast frá Las Vegas til Silver City í Mexíkó, og finna einn lítinn peningaskáp með fyrrgreindri upphæð í. Þetta er nokkurn veginn allur söguþráðurinn. Karakterarnir eru hver öðrum skrautlegri, þannig til að gera stutta grein langa ætla ég aðeins að fara yfir þá. Fyrst ber að nefna Cuba Gooding Jr. sem leikur seinheppinn NFL dómara sem gerði fáránleg mistök í einum leik, og hefur verið útnefndur í sjónvarpi, loser of the week. Já seinna í myndinni fær hann að kenna á því af leigubílsjóra einum sem er eitthvað reiður út af þessum skrýtnu töktum hjá dómaranum. Næst ber að nefna tvo algjörlega misheppna, seinheppna, nautheimska bræður og smáþjófa sem Seth Green og Vince Vieluf leika. Annar þeirra er verulega málhaltur út af pinna í tungunni sinni, hinn ja…talar fyrir þá báða, enda botnar maarr ekkert í þeim málhalta. Svo er það ítali, Mr. Pollinni sem Rowan Atkinson ( betur þekktur sem Mr. Bean ) túlkar vel. Hann er nú reyndar nákvæmlega eins og Mr. Bean, þannig að hér er ekkert nýtt á ferð, þó er hægt að hafa gaman af honum. Síðan eru einnig tvær mæðgur sem Whoopi Goldberg og Lanai Chapman leika. Breckin Meyer leikur ungan lögfræðing sem í fyrstu ætlar ekki að taka þátt í þessu undarlega kapphlaupi, en hittir svo Tracy Faucet ( Amy Smart ), sem er flugmaður, þannig að það kemur sér vel fyrir hann. Síðast en alls ekki síst er hinn sprenghlægilegi John Lovitz og fjölskylda hans. Þeir Lovitz og Cuba Gooding fá lang hlægilegustu brandara myndarinnar, og þar á meðal er hann John Lovitz með eitt alfyndnasta atriði sem ég séð í laaangan tíma. Já Hitler atriði hans var guðdómlegt, ég lá í hláturskasti í a.m.k. 2 min. Meiri hluti brandaranna hitta í markið, en þó voru margir brandarar sem misstu marks. Handritið er nú fáránlegt, en mjög fyndið á köflum ( þó það detti út í rugl í endanum ). Leikurinn er til fyrirmyndar og allir standa sig vel í sínum rullum. Tæknibrellurnar voru dálítið wacky ( þegar þær komu, ekki mikið af þeim þó ), en eyðilöggðu þó ekki neitt. Flest allt annað var í fínu lagi. Sem sagt ágætis mynd, sem ég get vel mælt með fyrir þá sem vilja skemmta sér vel. En ég vil bókstaflega senda kvörtunar bréf, út af þessum fáranlega endi, ég meina wtf???
Annars er þetta hin fínasta gamanmynd!
***/****