Þessi mynd er fyndnasta og gáfulegasta grínmynd sem ég hef séð síðan ég sá Íslenska drauminn. Myndirnar eru mjög líkar að því leyti að þær eru í svipuðu formi. Sumsé heimildarformi. En myndin fjallar um hundaeigendur sem taka þátt í Mayflower hundasýningunni.
Myndin hefst á svona viðtali við allar aðalpersónurnar og gefur það góða mynd af því hvernig persónuleiki þeirra er. Það er einmitt það snilldarlega við þessa mynd, það eru fullt af mismunandi persónleikum í boði. Rólegur búktalari, ærslafullir hommar, brjáluð hjón og svo síðast maður með tvo vinstri fætur. Ég hélt sérstaklega upp á búktalarann, því hann sýndi mikið af tilfinningum á rólegan og yfirvegaðan hátt.
Myndinni tekst með einhverum undarlegaum leiðum að halda fjörinu gangandi, jafnvel í upphafinu. Á hundasýningunni er það Fred Willard, þið þekkjið hann úr Jay Leno, sem heldur uppi næstum öllu fjörinu með endalausum bröndurum. Og það merkilegasta er, að ég las einhvers staðar að myndin væri improveríseruð. Það er alveg ótrulegt, miðað við hvað brandararnir eru magnaðir.
En, málið er, að þetta er snilldar gamanmynd sem sýnir að aula-gamanmyndir eins og “American Pie” eru ekkert að taka yfir heiminum. Einnig má geta að uppáhalds persónan mín í myndinni er leikin af sjálfum leikstjóranum, og fer hann vel með það hlutverk.
Mjög fyndin gamanmynd, fyrir gáfað fólk.
***\*****