There are worse crimes than killing a person!
Þessi mynd sem var framleitt 1998 er ein af þessum gullmolum sem að eru frumsýndir á myndbandi. Þó að það eru eflaust mörg af ykkur sem að eru ósammála mér um það hvort að þetta sé gullmoli.Þetta er svona gangstera(a la old fashion gangster) mynd,í stuttu máli þá fjallar hún um þetta: Harry Odum kemst inn í sambönd hjá “mafíu” í gegnum vin sinn sem að er leikinn af Adrien Brody og kemst fljótt hátt í metorðastiganum hjá henni. Hann býr þó enn hjá mömmu sinni þó að hann eignist næga peninga. Mamma hans er stórvel leikin af Debbie Harry ,sem margir kannast kannski við úr hljómsveitinni Blondie. Móðir hans virðist hafa mikla andúð á öllum karlmönnum nema syni sínum,og ofverndar hún hann og reyndar ofnýtir sér hann.Fljótlega kemur í ljós að Harry er ekki alveg með öllum mjalla og útskýrist það í myndinni. Ég ætla ekki að telja meira upp úr söguþráðinum vegna þess að það er sumt sem má ekki segja frá til að njóta myndarinnar til fullnustu þó má benda á þetta:einfætt ástkona,Isaac Hayes Lögga,Ödipus?
Mér fannst þessi mynd mjög skemmtileg og fékk mann aðeins til að rifja upp Sál-103. Það er einnig mjög svartur húmor í þessary mynd ef að maður skoðar vel.
Leikstjórinn er þó ekki mikill spámaður fram til þessa en hann er Adam Bernstein og skrifar hann handritið einnig sem að er byggt á bók sem að heitir Portrait of a young man drowning.Kannski þekktasta mynd hans til þessa er It´s Pat(sem var og er ömurleg), þó hefur hann leikstýrt nokkrum sjónvarpsþáttaseríum eins og ; Homocide-Life on the street(sem að eru snilld),Ed og að lokum Scrubs sem að eru snilld einnig.
Og já, leikarinn sem að leikur Harry leikur einnig eitt aðalhlutverkið í snilldinni Boondock Saints.
*:4/5