Martha, Meet Frank, Daniel and Laurence Á hulstri þessara myndar stóð: “Besta rómantíska gamanmynd allra tíma… og hún er bresk”. Ég hef aldrei verið mikið fyrir rómantískar gamanmyndir en einhver á heimilinu hafði verið að horfa á hana svo ég kíkti á hana fyrst hún var í videotækinu.

Myndin fjallar um 3 gaura sem allir verða ástfangnir af sömu konunni. Frank (Rufus Sewell) er forríkur gaur, Daniel (Tom Hollander) er atvinnulaus leikari sem hefur ekki fengið hlutverk í mörg ár og Laurence (Joseph Finnies) sem er bara ósköp venjulegur maður. Í byrjun myndar er Frank á leið heim til London frá Ameríku þegar hann hittir Mörthu (Monica Potter) og verður yfir sig ástfanginn. Hann sér til þess að hún fái sæti á fyrsta farrými við hliðina á honum en það misheppnast. Hann sest þó í sætið við hliðina á henni að lokum en það er á lélegra farrýminu. Frank vill allt gera fyrir Mörthu og gefur henni fría hóteldvöl þegar leiðir skiljast. Martha er þó ekkert hrifinn af Frank og það er svipaða sögu að segja um Daniel. En þegar hún hittir Laurence verður þau ástfangin af hvor öðru……..

Leikstjóri myndarinnar er Nick Hamm en hans frægustu myndir eru: Talk of Angels og The Hole. Myndin er bresk í framleiðslu og kom út árið 1998. Mér fannst þessi mynd vera mjög léleg og mig grunaði líka að þetta “Besta rómantíska gamanmynd allra tíma… og hún er bresk” væri bara þetta venjulega sem bullað er um lélegar myndir. Mín einkunn: 2,5/10