Bulletproof Eftir smá greinarhlé er ég kominn aftur. Það er nokkuð langt síðan ég rakkaði eitthverja mynd niður þannig að Bulletproof er tilvalið fórnarlamb.

Titill:Bulletproof
Framleiðsluár:1996
Leikstjóri:Ernest R. Dickerson
Aðalleikarar:Damon Wayans, Adam Sandler, James Caan
Lengd:Virðist vera lengri en hún er.
Genre:Crap

Hefur eitthver hérna séð myndina Road 666? Eins og margir vita endaði hún á myndbandi hér á klakanum. Ef þið mynduð kíkja á hulstrið af henni, þá kæmi svona ughhhh kippur í ykkur. Nú, hugsið ykkur þá mynd í bíói, nema nú heitir hún Bulletproof. Já góðir hálsar ég veit að þið skiljið minn brenglaða huga ekki alveg þannig að let´s get straight to the point!

Ég sá þessa á spólu fyrir allnokkrum árum, og sá hana svo seinna í sjónvarpi fyrir nokkrum mánuðum. En nú fyrir nokkrum dögum endaði hún aftur á heimili mínu með óskiljanlegum hætti. Þannig að ég ákvað að sjá hana í þriðja skiptið og viti menn? WTF??? WTF??? Ég hef aldrei fyrr á mínu stutta lífi verið jafn nálægt geðveikiskasti. Þessi mynd hefur áhrif á mann. Og ég er ekki að tala um áhrif eins og LOTR:FOTR hafði á mann, neibbs ég er að tala um illkvittnisleg áhrif sem geta valdið heilaskaða, sjóntruflunum, martröðum, harðlífi og andlegri fötlun. Ég get svarið það, Leiðarljós er betra sjónvarpsefni en þetta. Þessi mynd lætur The One líta út fyrir að vera fimmföld óskarsverðlaunamynd. Þetta er jafnvel meiri sori en…Congo! Leikurinn í myndinni er verri heldur en í The Patriot ( Ekki Mel Gibson myndin, heldur Steven Seagal myndin ). Handritið í myndinni er verra en þýskirnáttúruverndarsinnarímótmælagönguíreyðarfirði á vondum degi. Hver klisja á eftir annari, hver ofnotaði brandari á eftir ofnotuðum brandara, ofnotaðar stereótýpur bókstaflega keppast um að leika verr, léleg wannabe hasaratriði, reiða svarta löggan með járnplötu í hausnum, fyndni hvíti maðurinn, litli hundurinn, stóri, stælti og feiti náunginn sem segir punch me, alltíeinu spillta löggan, illa leikin kvennmaður og hommabrandarar. Ég hef það á tilfinningunni að ég hafi séð allt þetta áður. Var ég búinn að minnast á handritið? Adam Sandler hefur aldrei, ég endurtek aldrei verið lélegri en nú, ég gjörsamlega veltist EKKI úr hlátri þegar hann kom með litlu sætu brandarana sína. Damon Wayans leikur hér fúlu svörtu persónuna sem er reiður út í allt og alla, og gerir jafnvel verr en hann einstaklega ófyndni Adam Sandler. Ég ætlaði að fara að grenja þegar ég komst af því að hann James Caan lék í þessum ruslagámi. Hvað er leikari á borð við hann að hugsa með því að leika í svona drasli? Kannski út af peningum? Nei held ekki, allavega hefur hann ekki fengið mikið fjár af svona lo-budget mynd. Kristen Wilson er svo léleg að hún slær jafnvel út Adam Sandler ( og það er mikið ). Allir hinir í myndinni standa sig jafnvel og Jackie Chan í ensku. Hvernig væri að vinda okkur út í litla ljóta söguþráðinn? Þessi einstaklega lélega mynd fjallar um lögreglumann að nafni Jack Carter ( Damon Wayans ) sem á að vingast við einhvern small time crook ( Archie Moses-Adam Sandler ) sem vinnur fyrir eiturlyfjabarón ( eða eitthvað álíka ), til þess að ná þessum eiturlyfjabaróni ( Frank Colton-James Caan ). Það endar illa og Carter er skotinn í hausinn. Því er bjargað með smá aðgerð og hann endar uppi með stálplötu í hausnum. Archie Moses er náður, og ætlar víst að stytta vistina í grjótinu með því að bera vitni gegn Frank Colton. Carter er fenginn til þess að vernda hann, en nú eru þeir orðnir mestu óvinir og þvæla, þvæla, þvæla, þvæla. Þetta endar í eitthverju rugli. Þetta er eitthver misheppnaðasta buddy/cop/action/comedy/crap mynd sem gerð hefur verið. Ég bara skil ekki afhverju þessi var sýnd í bíóhúsum fyrir nokkrum árum, alveg ótrúlegt. Ég veit varla hvað ég get sagt meira þannig að ég bara sleppi því.

Soraviðbjóður af verstu gerð. Ég bókstaflega finn ennþá fíluna af myndinni. Sora mynd sem mun breyta lífi ykkar til hins verra. Vinsamlegast sleppið því að sjá þessa.

crap/****


Smokey…