Austin Powers Nú í ágúst verður þriðja Austin Powers frumsýnd og nefist hún Austin Powers In Goldmember. Í tilefni af því ætla ég að skrifa grein um allar þrjár Austin Powers myndirnar.

Fyrsta myndin nefnist Austin Powers International Man of Mystery.
Sú mynd var gerð árið 1997 og var leikstýrt af M.Jay Roach. Í henni léku Mike Myers(Wayne´s World), Elizabeth Hurley(Bedazzled), Michael York(Murder On The Oriental Express),Mimi Rogers(Cruel Intentions2),
Robert Wagner(Play It To The Bone), Set Green(Rat Race), Fabiana Udenio, Mindy Sterling(Drop Dead Gorgeus), Paul Dillon(Fair Game),
Charles Napier(Miami Blues), Will Ferrell(Zoolander), Joann Richter,
Anastasia Sakelaris, Afifi Alaoue, Monet Mazur(40 Days 40 Nights).

Þessi fyrsta Austin Powers mynd fjallaði um njósnarann Austin Powers(Mike Myers) og erkióvin hans Dr Evil(Mike Myers). Eftir morðtilræði í næturklúbb árið 1969 kemst Dr Evil undan í geimfari þá er Austin frystur í 30 ár og afþýddur árið 1997 þegar Dr Evil
snýr aftur úr geimnum þegar hann hyggir á heimsyfirráð. Dr Evil
ætlar sér úr höfuðstöðvunum sínum í Las Vegas að bora gat á jarðskorpuna og sprengja Jörðina. En Austin Powers nær að bjarga heiminum á síðustu stundu. En Dr Evil kemst undan á geimfari .

Mér fannst þessi mynd vera frábær gamanmynd og því gef ég henni ***/****.


Þá víkjum við að framhaldi þeirrar myndar Austin Powers The Spy Who Shagged Me. Sú mynd var gerð árið 1999 og var leikstýrt af
M.Jay Roach. Í henni léku Mike Myers(Shrek), Heather Graham(Comitted), Seth Green(Idle Hands), Michael York(Murder On The Oriental Express, Clint Howard(A Beutiful Mind), Kristen Johnston, Rob Lowe(The Outsiders), J.P. Manoux(Inspector Gadget), Mitch Rouse, Robert Wagner(Play It To The Bone).

Þessi mynd er önnur Austin Powers myndin og hún fjallar um líka um
njósnarann Austin Powers(Mike Myers) og erkióvin hans Dr Evil(Mike Myers) Dr Evil sem snýr aftur úr geimnum í Jerry Springer þætti
og veldur uppþoti þar. Það er svo sem ekki frásögufærandi því það er lifibrauð þáttarins. En Dr Evil er búinn að láta klóna sig og skýrir hann klónann Mini Me.Dr Evil ferðast aftur til ársins 1969 og og lætur Fat Bastard(Mike Myers) stela ´´sjarmanum,, af Austin Powers. Með aðstoð Mini Me og skósveina sinna nær hann að áforma áætlun um að skjóta leysigeisla á hverja höfuðborg í heiminum ef Bandaríkin borgi honum ekki 100 billjónir dollara innan einnar klukkustundar. Dr Evil byggir því geimstöð á tunglinu. Austin Powers flýgur til tunglsins reynir að bjarga heiminum og ná aftur ´´sjarmanum,, sínum. En hann bjóst ekki við Mini Me og þar lenda í hörkuslag en Austin sturtar Mini Me út í geiminn og kærasta Austin´s njósnarinn Felicity Shagwell næst og Austin stendur fyrir því vali hvort hann ætti að bjarga heiminum eða að bjarga kærustunni sinni.

Mér fannst þetta vera snilldar mynd sem er með einn besta húmor
sem sést hefur í bíómynd. Ég gef henni ***+/****.

Og síðast en ekki síst er nýjasta Austin Powers myndin sem kemur í kvikmyndahús í ágúst ekki er samt gefið upp mikið um þessa mynd en ég get þó sagt ykkur þetta: Þessi mynd var gerð árið 2002 og verður leikstýrt af M.Jay Roach. Í henni munu leika Mike Myers(Wayne´s World 2), Heather Graham(From Hell), Beyoncé Knowles,
Michael Caine(Cider House Rules), Eddie Adams, Danny DeVito(Heist), Seth Green(America´s Sweethearts), Quincy Jones(Fantasia 2000), Gwyneth Paltrow(Shallow Hal), Kevin Spacey(K-Pax), Britney Spears, Michael York(Wrongfully Accused), Josh Zuckerman.

Þessi þriðja mynd um ofurnjósnarann Austin Powers(Mike Myers). Svo virðist sem Dr Evil(Mike Myers) og Mini Me hafi sloppið úr hámarksöryggisfangelsi og hafa þeir myndað samband við Goldmember(Mike Myers) og saman búa þeir til enn eina áætlun um heimsyfirráð. Sú áætlun þarfnast mikilla tímaferðalaga, og ræna þeir föður Austin´s Nigel Powers(Michael Caine) topp njósnara bretlands á sínum tíma. Þegar Austin er að elta Dr Evil í gegnum
tímann stoppar hann á árinu 1975 til að hafa ´´samband,, við lögreglukonuna Foxy Cleopatra og biður hana um að hjálpa honum að
finna Dr Evil og Goldmember og bjarga föður hans.

Því miður get ég ekki gefið þessari mynd stjörnur því ég hef ekki
séð hana. En ég vona að hún verði jafngóð.

Sagt er að hláturinn lengir lífið og ég held að ég hafi bætt við 30 árum við líf mitt . þetta eru frábærar myndir sem allir sem hafa gaman af fyndnum myndum ættu að sjá .