Mjög bráðlega mun kvikmyndin Hart´s War koma í kvikmyndahús Vestanhafs. Myndinni leikstýrir Gregory Hoblit en hans frægustu myndir munu vera: Primal Fear og Frequency. Með aðalhlutverkin fara Bruce Willis (Die Hard, The Sixth Sense, Unbreakable) og Colin Farrel (Ordinary Decent Criminal, American Outlaws).
Hart´s War er byggð á skáldsögu þýska rithöfundarins John Katzenbach´s en handritið af henni Billy Ray. Myndin á að gerast á tímum seinni heimstyrjaldarinnar (1939-1945) en á ekki beint að vera nein stríðsmynd…. plottið á myndinni hljóðar svona:
“ law student becomes a lieutenant during World War II, is captured and asked to defend a black prisoner of war falsely accused of murder.”
Mér finnst Bruce Willis vera mjög misjafn leikari en ef hann nær sér á strik í þessari mynd gæti ég vel trúað að hún yrði góð.
Tagline-ið á myndinni er: Heroes are measured by what they do.
Kvikmyndaárið 2002 gæti verið að byrja mjög vel en stærsta myndin sem komið hefur út hingað til er tvímælalaust The Count of Monte Cristo. Það hafa hinsvegar margar aðrar smærri myndir komið t.d: Orange County, Snow Dogs, A Walk to Remember og State Property.
kv. ari218