One Night at McCool's One Night at McCool's

Þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart. Fyndin, margar skemmtilegar flækjur og litríkar persónur.

Matt Dillon leikur Randy, hálfglataðan barþjón sem drekkur bjór úr drullusokki. Hann býr einbýlishúsi mömmu sinnar og það eina sem honum þykir vænt eru tvær snjókúlur.
John Goodman leikur Dahlman, einmana rannsóknarlögreglumann.
Paul Reiser leikur Carl, langskemmtilegustu persónuna í myndinni. Hann er ríkur og vel settur lögmaður en hefur samt ekki fundið (eins og margir í hans stöðu) það ‘sanna’ útúr lífinu. Hans innstu órar eru þó að leika sér með svipur og leðurólar :)

Áður en langt líður á myndina kemur gullfalleg persóna inní myndina, Jewel, leikin af Liv Tyler. Hún kom á óvart þarna sem kynþokkafullt svikakvendi.

Þessir þrír menn þekkjast varla neitt, Carl og Randy eru fjarskyldir frændur en fyrir utan það er ekkert sem tengir þá saman. En bráðum á það eftir að breytast. Það sem breytist í lífi þeirra er að Jewel flytur inn til Randy, fær Dahlman til að gleyma dánni eiginkonu sinni og Carl til að gleyma eiginkonu sinni og fjölskyldu.

Það skemmtilegasta við myndina er hvernig hún er sögð, frá sjónarhornum þessa þriggja manna. Td. þegar Dahlman kemur í ‘heimsókn’ til Randy's og Jewel's, þá er það allt öðruvísi heldur en þegar sama atriði var sagt með Randy sem sögumann.

One Night at McCool's verður aldrei nein klassík en er samt með þeim skemmtilegri myndum sem maður tekur á leigu. Ég mæli hiklaust með þessari mynd fyrir þá sem hafa gaman af skemmtilegum söguþræði og góðum húmor.

***/****

sigzi