Sælir hugarar. Klukkan átta að kvöldi til í gær horfði ég á Sci-Fi, spennu, thriller myndina 2001: A Space Odyssey.
Hér á ferð er annað meistaraverk eftir snillingin Stanley Kubrick sem hefur skrifað og leikstýrt fjölda annarra ‚must see‘ myndum eins og Eyes wide shut, The Shining eftir Stephen King og Full Metal Jacket. Ég mæli eindregið með 2001: A Space Odyssey fyrir alla áhorfenda hópa en hún fékk 8.4/10 á imdb og einkunnir í svipuðum dúr á öðrum vefsíðum.
Myndin fjallar um mikilvæga sendiför til Júpíter tveggja manna vegna óútskýranlegum hlut sem fundinn var á tunglinu. Hluturinn var fundinn grafinn á tunglinu og komist var að því að þessi hlutur var grafinn vísvitandi á tunglinu en ekki grafinn af náttúrulegum orsökum. Um borð í geimskipinu með tveimur mönnum eru 3 aðrir menn sem eru frosnir í dvalarklefum og gervigreindartölvan HAL. HAL fylgist með öllu sem gerist í skipinu, ber ábyrgð á skipinu, öllu því sem þarf til að halda áhöfninni á lífi og einnig þremur mönnunum sem eru frosnir. Meira er eiginlega ekki hægt að segja um myndina án þess að spilla fyrir þeim sem ekki hafa séð myndina.
2001: A Space Odyssey er komin af bók skrifuð af Arthur C. Clarke sem síðar skrifaði 3 aðrar bækur í framhaldi af fyrstu. Aðeins ein af þeim 2010: Odyssey Two var gerð að kvikmynd en titillinn á myndinni er 2010: The Year We Made Contact sem var leikstýrð og kvikmyndahandrit skrifað af Peter Hyams.