Batman Returns Titill:Batman Returns
Framleiðsluár:1992
Leikstjóri:Tim Burton
Aðalleikarar:Michael Keaton, Danny DeVito, Michelle Pfeiffer, Chrisopher Walken
Lengd:ca.125 min

Fyrsta Batman myndin hlaut frábæra dóma hjá gagnrýnendum og almenningurinn var einnig mjög sáttur við þá mynd. En ég er víst eitthvað ósáttur við fyrstu Batman myndina. Hún var myrk, en hún var ótrúlega flöt og leiðinleg, og allt í allt var hún ekkert nema frábær frammistaða Jack Nicholson´s sem Joker. En þessi mynd hefur eiginlega alltaf verið skilin útundan. Hún fékk eiginlega allstaðar lélega dóma þegar hún kom út. Fólk sagði að hún væri kuldaleg, myrk, dökk og alltof óhuggnaleg. Ja satt að segja er hún þetta allt, og mikið meira. Ef maarr kafar nokkuð djúptíhana þá sjáið þið að þetta er óskilið meistaraverk. Myndin er virkilega djúp og myrk, persónusköpunin er stórkostleg. Það er kafað nokkuð í sálarlíf Bruce Wayne´s ( Batman ), og svo er sambandi hans og Selinu Kyle ( Michelle Pfeiffeir-Catwoman ) gefið góð skil. Líklegasta ástæðan fyrir því að myndin var svona myrk er sú að snillingurinn Tim Burton fékk nánast að ráða öllu við gerð hennar. Frammistöðurnar eru stórkostlegar. Öll ilmennin fara hamagangi, Danny DeVito er frábær sem The Penguin. Að mínu mati leikur hann eitt af eftirminnilegustu illmennum kvikmyndasögunnar. Hann er hreint útsagt stórkostlegur. Michelle Pfeiffer er í sínu besta hlutverki fyrr og síðar sem kattarkonan! Djöfulli er hún wicked í þessum þrönga leðurbúningi. Christopher Walken fer einnig á kostum sem spillti bissnes maðurinn Max Shreck. En svo líkur leiðin að sjálfum Batman ( a.k.a. Bruce Wayne )! Frammistaða hans Mikka Keaton´s var nú ekki stórkostleg en þó var hún ekki léleg, frekar góð. Allt útlit myndarinnar er ótrúlegt. Gotham hefur aldrei verið svona myrk áður í þessum myndum, og svo er myndatakan nokkuð spes. Allt lýtur vel út. Hanritið er nú ekkert óskarsvænt en samt finnst mér það helvíti gott, það er nebbla svo fjári klikkað. Leikstjórnin er eins og í öllum myndum Burton´s ( þ.e.a.s. frábær ). Ok, ok ég skal hætta öllu blaðrinu núna og koma mér straight to the point. Myndin byrjar á því að við sjáum fæðingu ( öllu heldur heyrum ) Oswald´s Cobblepott ( betur þekktur sem mörgæsarmaðurinn ). Það má segja að hann sé aðeins öðruvísi en önnur börn og foreldar hans henda honum út í holræsin fyrir vikið. Þrjátíu árum síðar kemur hann á yfirborðið. Það má segja að hann sé nýja æðið í Gotham. Hann bjargar barni borgarstjórans og er orðinn sjálfkrafa að hetju. Með hjálp hins gjörspillta Max Shreck´s ætlar hanm sér stórt sem nýr borgarstjóri Gotham´s. Milljarðamæringurinn Bruce Wayne ( Batman ) finnst eitthvað skrýtið við allt saman og rannskar þetta í leyni. Hann kemst að því að Oswald Cobblepott ( The Penguin ) er stjórnar í rauninni brjáluðum sirkus sem skaðar félagslífið í borginni. Á meðan öllu þessu stendur er ritari einn að nafni Selina Kyle að skrafsa eitthvað í nokkrum skjölum og verður hent út úr glugga fyrir vikið. Þegar hún liggur hálflömuð á götunni koma kettir að henni úr öllum áttum og snæða smám kvöldverð á henni. Hún kemur seinna heim og gjörsamlega snappar og eyðileggur heimili sitt í brjálæðiskasti. Hvað gerist svo þurfið þið að komast að. Allt í allt er þetta vanmetið og dimmt lítið meistaraverk sem allir þurfa að sjá. Stórkostleg mynd allt í senn, ekki taka mark á einhverjum neikvæðum dómum, sjáið bara frickin myndina ef þið hafið ekki gert það fyrr. Stórbrotið og djúpt meistaraverk!

****/****

Smokey…