Fyrir mér er Shallow Hall bara enn ein týpíska rómantíska gamanmyndin þó svo að söguþráðurinn sé nokkuð frábrugðinn öðrum. Tagline myndarinnar er “The biggest love story ever told.”
Myndinni leikstýra Bobby og Peter Farelly en með aðalhlutverkin fara þau Gwyneth Patrolw, Jason Alexander og Jack Black. Hjá gagnrýnendum var myndin oftast að fá 2-3 stjöenur í einkunn af 4 en hún er með 6,3 á IMDb um þessar mundir.
Aðalpersóna myndarinnar er Hal Larson (Jack Black) en hann er að mínu mati “lúser” í byrjun myndar þar sem hann hugsar aðeins um útlit kvenna en fallegu konurnar forðuðust hann. Það sama gildir að mestu leyti um vin hans, Mauricio (Jason Alexander) en það er frekar hann sem forðast konur. Hal hittir svo frægan sjónvarpsráðgjafa í lyftu dag einn sem “dáleiðir” hann svo hann innri maður fólks stjórnar útliti þess í hans augum en ekki annarra. Hann kynnist svo spikfeitu konunni Rosemary (Gwyneth Patrolw) en hann sér hana sem svaka gellu. Svo heldur þessi fyrirsjáanlega saga áfram upp frá því……..
Mér fannst Shallow Hal vera nokkuð léleg og heimskuleg mynd og ég tala nú ekki um fyrirsjáanleg en leikararnir voru þó ekki alslæmir og maður gat nú eitthvað hlegið yfir henni. Ég gef henni því 4/10 en hún á alls ekki skilið meira en það!
kv. ari218