Framleiðsluár:2001
Leikstjóri:Ridley Scott
Aðalleikarar:Josh Hartnett, Ewan McGregor, Tom Sizemore, Eric Bana
Lengd:ca. 144
Genre:Drama, War
Síðan ég sá trailerinn fyrir BHD vissi ég að eikkhvað áhugavert væri hér í gangi. Þannig að snemma í gær ( 24 jan… ) sá ég auglýsingu fyrir forsýningu á BHD. Ég gjörsamlega trylltist af spennu og planaði allt fyrir stóra kvöldið. Svo mætti ég í Laugarásbíó með ónefndum hugara og varð ekki fyrir vonbrigðum. Eins og sumir vita er myndinni leikstýrt af Ridley Scott ( Alien, Blade Runner, Thelma & Louise, Gladiator, Hannibal ) sem er frægur fyrir góðar og vandaðar myndir ( þó ég hafi nánast ælt yfir G.I. Jane, eru hinar myndir hans flestar ásættanlegar ). En annars vegar er nokkuð frægur framleiðandi einnig á bakvið myndina. Sá maður nefnist Jerry Bruckheimer og hefur framleitt ófáar skrautmyndir á borð við Armageddon, Gone in Sixty Seconds, Coyote Ugly, Pearl Harbor, Con Air, Enemy of the State og Remember the Titans. Ekki beint gæðamyndir þar á ferð. Maarr gæti nú haldið að gaurinn myndi eiðileggja þessa en…sem betur fer gerir hann það ekki. Hér kemur hann loksins með virkilega góða stríðsmynd. Þið munið kannski eftir vælumyndinni Pearl Harbor, þar sem touchy stuff réð ríkjum, þar sem eikkhver kella eiðilagði allt? Sem betur fer kemur engin væmni við sögu hér. Neinei, hér er að ræða um eina harðsoðustu og rosalegustu stríðsmynd seinni ára. Þetta er non-stop wall slamming aksjón í yfir tvo tíma. Leikaraliðið í myndinni er stórt, og mikið af leikurum sem maar-veit-ekki-hvað-heita-en-eru-í-öllum-myndum. En þeir frægustu eru líklega Ewan McGregor, Josh Hartnett, Tom Sizemore, Eric Bana ( sem mun næst bregða fyrir í The Hulk ), og Sam Shepard. Engin sýnir neinn stórleik, enda var lítið annað hægt að gera en að skjóta, úr byssum, öskra, hlaupa, og láta sem maarr væri hræddur. Öllum tekst vel og nokkrir fara með skemmtilegar línur. Persónusköpunin var þó sama sem engin en þó var manni ekki sama um alla. Myndatakan var stórkostleg, hristist og allt og gerði hluti mjög raunverulega. Leikstjórnin var góð, enda í öruggum höndum Ridley Scott´s. Tónlist Hans Zimmers var eins og venjulega góð, en þó var nú frekar lítið af henni í myndinni sjálfri. Tæknibrellurnar voru óaðfinnanlegar enda er nú ekkert smá mikið af hæfileikaríku fólki á bakvið þessa mynd. Myndin er ekkert smá hröð og gefur manni lítinn tíma til að átta sig á hlutunum. Og hljóðið í myndinni er ótrúlega gott, svona mynd verður maarr að sjá í bíói til þess að njóta hennar sem best. Myndin sjálf er nokkuð áhrifarík, og virkilega blóðug á köflum ( alltaf gaman af smá slettum ). Black Hawk Down er byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað í Somaliu í Afríku árið 1993, og notast við bók um atburðina með sama nafni. Myndin byrjar 2. Oct og fjallar um bandarískt herlið ( minnir Rangers og Delta eða eikkhvað ) sem hefur það verkefni að ná miskunnarlausum stríðsherra að nafni Mohamed Farrah Aidid. Verkefnið fór algjörlega út í bláið þegar Black Hawk þyrla hrapaði, og hátt upp í hundruð bandarískir hermenn ( flestir á aldrinum 18-25 ára ) þurftu að berjast við heila borg í einn helvíti langan sólarhring. Þetta endaði með því að þúsundir Sómalar og 18 bandarískir hermenn misstu líf sitt. Myndin sem er 144 min tekur fyrstu 20 min í kynningu á karakterunum og atburðarrásinni sjálfri, en svo tekur hasarinn við í tvo klukkutíma, þið munið einfaldlega ekki trúa því sem þið munuð sjá í BHD. Ég hef aldrei séð annan eins hamagang í einnir mynd, harðsoðinn raunveruleiki blandaður við aljört helvíti. Aldrei hef ég séð aðra stríðsmynd þar sem maarr kemst jafn nálægt hasarnum og nú. Manni finnst eins og það sé verið að skjóta á mann sjálfan. Eldflaugar, vélbyssur, öskur, handsprengjur, þyrlur hrapandi á ótrúlega myndrænan hátt, ég hreinlega þurfti að beygja mig niður á köflum. Þetta er risastórt skref upp á við fyrir Bruckheimer og í fyrsta sinn finnst mér mynd sem hann kemur nálægt eiga skilið einhverja óskara. Ég vona bara að hann haldi sig í framtíð frá heimskum poppkornsmyndum og haldi sig við svona myndir. Ridley Scott sem á hreinlega ótrúlega góðan lista yfir myndir sem hann hefur leikstýrt, en nú finnst mér hann toppa mest allar myndir sínar. Þvílík byrjun á 2002. Stórkostleg mynd sem ég mæli fullkomlega með.
***1/2 /****
Smokey…