Kæru hugarar, í gær kveldi var ég að horfa á The day the earth stood still.
Þessi mynd fjallar um það að geimskip er séð á ratsjám og virðist sem sé að geimskipið er að ferðast á 4000 mílna hraða á klukkustund. Lendir geimskipið í Washington í bandaríkjunum og þar er kynnst aðal persónunni Klaatu. Klaatu kemur frá annari ónefndri plánetu og hefur eitthvað mjög mikilvægt til að segja öllum heiminum og mun hann bara segja öllum leiðtogum heimsins það á sama tíma.
Gort er vélmenni frá lögreglu alheimsins sem verndar Klaatu en gerir einnig það sem hann segir honum.
Ég verð nú bara að segja a þessi mynd fannst mér vera alveg svakalega góð. Þetta er meðal bestu Sci-Fy myndum sem ég hef séð. Leikurinn hans Michael Rennie alveg frábær sem Klaatu og einnig Patricia Neal. Mér finnst mjög mikilvægt í mynd, sem þeir lögðu greinilega áherslu á, er að kynnst og tengst sé persónunum í myndinni.
Tækni brellurnar í myndinni fannst mér vægast sagt geðveikar. T.d. þegar Gort skítur byssur hermannanna og líka geimskipið.
Mér fannst mjög gott að það var ekkert verið að leggja of mikla áherslu á geimskipið sjálft. Það var ekki hægt að opna það eða neitt hægt að gera og það var bara það.
Myndataka - 8/10
Leikstýring - 9/10
Tæknibrellur - 8/10
Leikur - 9/10
Allt heila klabbið, hiklaust 8.5/10