Beautiful Lies..nei meinti Mind Mikið hefur verið talað um þessa mynd, þó fæstir hafi séð hana hér á landi. Hefur helst vakið athygli að hún fór með sigur á hólmi í verðlaunaafhendingu Golden Globe. Öll vitum við auðvitað að einungis allra allra bestu myndirnar vinna GG og Óskarinn, er ekki svo?

En allavega, mér er alveg sama hver vinnur þessi verðlaun, hafa enga merkingu fyrir mig og ættu ekki að gera. Kemur sér jú ágætlega fyrir framleiðendur, því þeir geta skvett þessu stórum stöfum á auglýsingarnar, og auðvitað fer fólk á þær myndir sem vinna, eru þær ekki bestar?

En hvernig býr maður til ‘mainstream’ mynd um mann sem er eingöngu gæddur andlegri snilligáfu - mann sem er Nóbelsverðlauna hafi og veruleikaskertur stærðfræðingur, manninn John Nash.
Hver er lausnin? Jú, bulla bara eitthvað, búa til sögu í kringum manninn svo hún hali nú alveg örugglega einhverja dollara.

En ekki hafði ég nú hugsað mér að spoila miklu, finnst aðrir sjá um það hér á Huga. En CIA kaflinn, tóm steypa, hann kynntist Aliciu ekki í Princeton 1947, heldur í Michigan Institue of Technology eitthvað um 1955, en áður hafði hann eignast barn með annari konu, Elanor Steir.
Haustið 1958 verður svo Alicia ólétt, en hún hafði verið nemandi hans við MIT, og það fór alveg með greyið manninn.
Í fleiri ár var John Nash lítið annað en vofa, illa haldinn af andlegri veiki.

Hver er tilgangurinn með þessu nöldri mínu? Ég er bara orðinn þreyttur á þessari vitleysu sem streymir frá Hollívúdd. Kannski maður skrifi eitthvað um steypuna Black Hawk Down.

Það verður víst að aðlaga hlutina, smíða hina fullkomnu dollaramaskínu.

-“I don't like people much, and they don't like me.” J. Nash


kv. Lenin