Paul Verhoven leikstýrði þessari mynd sem skartaði sápuóperustjörnunni Casper Van Dien í aðalhlutverki. Nú, Verhoven er nú engin aukvisi og á hann myndir eins og Total Recall og Show Girls að baki en frægastur er hann fyrir Robocop, þar sem vél-lögga neitaði að taka sönsum og skaut á allt sem fyrir varð.
Og svo má ekki gleyma Hollowman þar sem Kevin Bacon hlustaði ekki á röksemdarfærslu vísindamanna nútímans og lét sig hverfa sporlaust einungis til þess að geta klæmst soldið með Elisabeth Sue.
En svo við víkjum sögunni aftur að Starship Troopers þá gerist hún í framtíðinni þar sem mennirnir hafa uppgötvað plánetuna Klendathu þar sem Araknoids, sem minna á Zerg skrímslin úr Star Craft, hlaupa um og láta öllum illum látum og eiga það til að senda loftsteina til jarðar og eyðileggja eitt tvö hús.
Uppinn Rico, sem býr í Buanos Aires, (Casper) skráir sig í herinn í þvers og kruss við áætlanir föður hans um að ganga í Harward, til þess að vera með stelpunni sem hann elskar (Denise Richards). Og ég held að ég ljúgi ekki þegar ég segist aldrei hafa séð verri leik á ævinni, en það fyrirgefst allt saman þegar myndavélin beinist að brjóstum hennar.
Hún fer í flugherinn en hann í landgönguliðið þar sem við kynnumst liðþjálfanum Zim (fangavörðurinn úr Shawshank) sem hikar ekki við að spretta upp hendina eða jafnvel brjóta hendina á unglömbunum.
Casper fuckar öllu upp og er barinn á almannafæri og er reiðubúinn að halda heim úr hernum þegar þær fréttir berast að Buanos Aires hefur verið lögð í rúst af grjóti frá Klendathu.
Nú er Casper fúll og endurnýjar samning sinn við herinn og er sendur í stríð þar sem hroki og hlægilegt ofbeldi er haft í fyrirrúmi.
Eins og hefur komið fram er þetta verst leikna mynd sem ég hef séð og Verhoven einstaklega dræmu leikaravali það að þakka. Það samanstendur af: Casper Van Dien, Dina Meyer(what a fox), Michael Ironside, Denise Richards og Jake Busey, sem er það lélegur að það er bráðfyndið.
Sem fyrr hjá Paul eru tæknibrellur prýðisvel gerðar en maður vill gleyma þeim þar sem leikur, saga, handrit og heimska þessarar myndar yfirgnæfir allt annað.
En þrátt fyrir allar þessar hörmungar sem dynja yfir mann þessar mínútur sem hún tekur í sýningatíma er alveg stórskemmtilegt að horfa á hana, það er alveg ótrúlegt hve ótrúlegt skemmtanagildi þessarar myndar er.
Tvímælalaust ein af perlum bullshitsins **/****. Skyldueign.
PS: “sveppasogandilirfuælupoki” er þýðing á einu blótyrðanna í myndinni.