Predator 3????? Sögusagnir um Predator 3 hafa verið í gangi í mörg ár en núna nýlega hefur verið gefin upp úgáfudagurinn 1 júní 2003 fyrir hana á countingdown.com. Robert Rodriguez, sem hefur gert myndir eins og El Mariachi,Desperado,From Dusk Till Dawn,The Faculty og núna síðast Spy kids, skrifaði handrit að myndinni í apríl 1996 og þá var hugmyndin að láta karakterinn hans Arnold Schwarzenegger í fyrstu myndinni eiga einhvern þátt í henni. Samkvæmt því handriti byrjar myndin á spænskri freigátu einhvers staðar út á hafi og heldur svo áfram á heimaplánetu rándýranna. Þar eiga að vera svona hálfgerð Gladiator atriði á milli manna og dýranna. Robert sagði á þeim tíma að myndin myndi kosta að minnsta kosti 100 milljón$. Síðan heyrðist ekkert í mörg ár um þessa mynd, fyrr en núna nýlega.
Robert Rodriguez er ennþá með og á trúlegast að leikstýra einnig. Handritið er talsvert breytt og samkvæmt heimildum fjallar myndin um langönguliða sem fara til heimaplánetu rándýranna og berjast þar við grimmari og ógnvænlegri dýr. Maður veit eiginlega ekki hvernig maður á að taka þessu. Þetta er eingöngu orðrómur og hefur 20th Century Fox ekki ennþá staðfest þessar sögur en þeir eiga réttinn að Predator. Ef af þessu verður þá treysti ég Robert nokkuð vel en ég vona að þetta verði ekki fokdýr eftirherma af Aliens.

Síðan verður maður eiginlega að láta fylgja með hinar tvær myndirnar.

Predator
Var leikstýrð af John Mctiernan og var gerð árið 1987. Handritið gerði Jim og John Thomas. Myndin fjallar um hóp af sérsveitarmönnum ,sem leiddir eru af Major Alan “Dutch” Schaefer, sem eru sendir inn í frumskóga Suður-Ameríku til að bjarga þyrluflugmönnum frá skæruliðum. þeir finna hluta af flugmönnunum fláða inn í skóginum og halda að skæruliðarnir hafi gert það. Þeir finna hreiður skæruliðanna og eyða því en ná ekki að bjarga flugmönnunum. Þeir ákveða því að halda heim en þá bíður þeirra hætta sem þeir ráða ekki við. Tveggja metra geimvera sem er nánast ósýnileg og byrjar hún að drepa þá hvern af öðrum og tekur líkamsparta sem minjagripi. Á endanum dugar ekkert nema gamaldags kænska til að ráða þetta veiðidýr af dögunum. Í aðalhlutverkum eru Arnold Schwarzenneger,Carl Weithers,Bill Duke,Jesse Ventura og Kevin Peter Hall er rándýrið. Þetta er ein af betri hasarmyndum sem ég hef séð og er Arnold í feiknaformi í myndinni.

Predator 2
Leikstýrð af Stephen Hopkins(Judgement Night,Blown Away,The Ghost and the darkness) og handritið skrifuðu aftur Jim og John Thomas. Nú er sögusviðið borgin Los Angeles þar sem stríð gegn eiturlyfjabarónum er í hámarki. Lautinant Harrigan er lögreglumaður sem er í miðju stríðsins en hann er ráðþrota þegar lögreglan fer að finna valdamestu mennina í eiturlyfjaklíkunum fláða og jafnvel afhausaða. Í hvert sinn sem hann mætir á morðsvæðin birtast menn frá FBI og segja honum að halda sig frá. Mælirinn fyllist svo þegar einn af mönnum hans er drepinn og hann fer að rannsaka málið. Í ljós kemur að hann er ekki að fást við mennska veru og hann uppgötvar að málið er talsvert flóknara og umfangsmeira en hann hélt. Þótt mörgum finnst þessi vera langt frá fyrirrennaranum þá finnst mér hún nokkuð skemmtileg. Það virkar vel að hafa voodoo-þemað í myndinni og Predator-inn er ógnvænlegri ef eitthvað er og með talsvert svalari vopn í farteskinu. Prýðisgóð hasarmynd sem ég mæli með.
Í aðalhlutverkum eru Danny Glover,Gary Busey,Rúben Blades,Bill Paxton,Robert Davi,Adam Baldwin og síðan náttúrulega Kevin Peter Hall sem Predator-inn.

Hvernig líst ykkur á þessar sögusagnir um Predator 3?

p.s ef þið viljið kíkja á handritið af Predator þá farið þið á
www.movie-page/scripts/predator.htm

-cactuz