Þessi mynd var gerð árið 1999 og var leikstýrt af Mike Micthell. Í henni léku Rob Schneider(The Animal), William Forsythe(Blue Streak),Eddie Griffin(Double Take),Arija Bareikis(Snow Falling On Cedars),Oded Fehr(The Mummy),Richard Riehle(The Odd Couple2),Jacqueline Obrados(Atlantis The Lost Empire),Dina Platias(Billy Madison),Bree Turner(Joe Dirt),Andrew Shaifer(Bulletproof).
Þessi mynd fjallar um mann sem heitir Deuce Bigalo(Rob Schneider)sem starfar við að þrífa fiskabúr.Dag einn er hann fenginn til að passa hús manns sem heitir Andre er karlhóra. Hann setti honum þá eina reglu að hann mætti ekki svara símanum, sem er það fyrsta sem Deuce gerir eftir að húsráðandinn er farinn og um leið og hann heyrir tilgang símtalsins.
En með tímanum ákveður hann að gerast karlhóra.En einhvern veginn fæst hann aldrei til þess að fara alla leið en í stað þess talar hann við konurnar.En það sem hann veit ekki er að lögreglan er að
fylgjast með honum og önnur þeirra á í hjónabandserfiðuleikum og er að hugsa um að gerast karlhóra og er stöðugt að spyrja hann
hvort typpið hans sé nógu stórt til þess að fara í vændi.
Honum gengur mjög vel en að lokum er hann dreginn fyrir rétt,
en sleppur því að enginn vildi segja neitt illt um hann.
Í endann fer allt í háaloft því þá er Andre(karlhóran)á leiðinni
heim. Þá er hann búinn að rusla ótrúlega mikið til þannig að hann
fær nokkra vini sína til að hjálpa til, en þá brotnar fiskabúrið
með uppáhaldsfisk Andre´s og þá setja þeir fiskinn hans í blandarann.
En þá kveikir einn af vitgrannari vinum Deuce´s á blandaranum og segir:,,Does anybody want smoothies´´.Deuce hleypur þá út í fískabúð og kaupir nýjan fisk og setur hann í fiskabúrið. Hápunktur myndarinnar er þó þegar Andre drekkur hristinginn með fisknum sínum .
Mér fannst þessi mynd vera mjög góð sem allir ættu að sjá. Ég gef henni **+/**** því hún er svo ógeðslega fyndin.