ok, ég er komin með nýja könnun, hver er leiðinlegasta mynd sem þú hefur séð, sem öðrum finnst alveg frábær og elska bara og slá í gegn og hafa kannski fengið óskarinn. ég er að tala leiðinlegu stórmyndirnar. ég ætla hér að nefna nokkrar, og ég tók eftir að þetta eru mest myndir sem er mest hugsað um tæknibrellur
Star Wars serían: ok, ég hef aldrei getað horft á heila star wars mynd, nema episode, sem ég fór á í bíó, það var enginn söguþráður og þetta voru bara tæknibrellur. og í 3,4,5 (1,2,3) er þetta leiðinlega leikið og ég þoli ekki þetta stóra loðna dýr sem kemur frá sér bara mest pirrandi hljóð sem ég veit um.
Titanic: hún var góð í fyrsta skiptið, ég gat ekki horft á hana í annað skiptið því ég fattaði hvað hún var ógeðslega illa leikinn.
Happiness: þetta var bara ógeðsleg mynd
O brother where art thou: mér fannst þetta ekki góð mynd, hún heldur manni ekki við sjónvarpið eða neitt. ekkert sérstök
The mummy 1 og 2: hræðilega illa leikið, og ekkert sérstakur söguþráður eða neitt þannig, eiginlega bara tæknibrellur
Hvaða myndir eru ykkar leiðinlegu stórmyndir?