
Svo virðist sem að Roger Ebert hafi verið eini “stóri”-gagnrýnandinn sem viðurkenndi ást sína á myndinni, en hann sagði hana ein af bestu myndum ársins 2000 og er ég algjörlega sammála því.
Vorum við Ebert þeir einu sem sáu alla snilldina og hugsununa á bakvið myndina? Allar vatnstilvísanirnar? Öll földu samböndin á milli persónanna? Og finnst engum nema mér opnunaratriðið með Jennifer Lopez í fjaðrakjól á svörtum gæðingi í eyðimörk vera eitt fallegasta atriði sem kvikmyndað hefur verið?