Best leiknu hlutverkin Okey smá grein um hlutverkin sem mér finnst vera best leikin…

1. Forrest Gump úr Forrest Gump leikinn af Tom Hanks. Leikur TH í þessari mynd er óborganlegur! Hann er hér undir stjórn hins frábæra leikstjóra, Robert´s Zemeckis en þeir 2 unnu einnig saman í myndinni Cast Away. Forrest Gump er heimskingi með greindarvísitöluna 75 sem dugir ekki einu sinni til að komast inn í barnaskóla. Forrest hefur þó mikla borðtennishæfileika og framleiddi Bubba Gump rækjur sem hver einasti Kani þekkir í myndinni. Tom fékk að sjálfsögðu Óskar fyrir túlkun sína á Forrest.

2. Dr. Hannibal Lecter úr kvikmyndinni The Silence of the Lambs leikinn af Anthony Hopkins. Ah hefur leikið Hannibal í tvem myndum með 10 ára millibili og maður sér strax muninn á leik hans. Hann fékk Óskar fyrir túlkun sína á Dr. Lecter fyrir The Silence of the Lambs en mun sennilega ekki fá hann aftur (þó mér hafi fundist hann leika mjög vel í Hannibal). Dr. Hannibal Lecter er geðlæknir sem er einnig mjög yfirveguð mannæta. Hann fer í lífstíðarfangelsi fyrir ógeðsleg morð sín en hann hefur frábæra samskiptagreind og er mjög klókur.

3. Lester Burnham úr American Beauty leikinn af Kevin Spacey. KS er ekkert smá yfirvegaður í þessari frábæru mynd sem persónan Lester Burnham. Kevin fékk Óskar fyrir leik sinn ásamt mótleikara sínum, Anette Bening. Lester Burnham lýsir sjálfum sér sem hinum fullkomna minnipokamanni í byrjun myndarinnar. Það breytist þó mikið þegar hann verður ástfanginn af bestu vinkonu dóttur sinnar og vill þá byrja allt lífið upp á nýtt og til þess beytir hann óvenjulegust brögðum.

4. Vito Corleone úr The Godfather (I og II) leikinn af Marlon Brando í I og Robert DeNiro í II. Don Vito Corleone er mikilsmetinn mafíuforingi Corleone fjölsyldunnar í The Godfather. Hann er samt orðinn eldgamall og á risastóra, spillta fjölskyldu. Í mynd II er forsaga hans sögð (ásamt annarri sögu) og þar túlkar Robert DeNiro hann á frábæran hátt. Bæði Marlon og Robert fengu Óskar fyrir leik sinn á Vito.

5. Judah Ben Hur úr Ben-Hur leikinn af Charlton Heston. Kvikmyndin Ben- Hur var gerð árið 1959 en gerist í kringum árið 0. Charlton Heston leikur Judah eftirminnilega í frábærri mynd. Judah Ben- Hur er í byrjun myndar ósköp venjulegur maður sem verður stuttu seinna að þræli og lendir í mörgum öðrum ævintýrum og t.d verður Jesús Kristur á vegi hans.


Önnur frábærlega leikin hlutverk…..
Michael Corleone (The Godfather allar)- Al Pacino
Matahma Gandhi (Gandhi)- Ben Kingsley
Charles Foster Kaen (Citizen Kane)- Orson Welles
Randle Mcnurphy (One flew over the cukoo´s Nest)- Jack Nicholson
John Coffey (The Green Mile)- Michael Clarke Duncan
Gandalf “the grey” (Lord of the Rings: The Fellowship if the Ring)- Ian Mckellen
Erin Brockovich (Erin Brockovich)- Julia Roberts
Satine (Moulin Rouge)- Nicole Kidman