Þessi greinargerð kann að innihalda skírskotanir á innihald kvikmyndarinnar Bravo Two Zero og hugsanlega,kannski gæti skemmt fyrir þeim sem lesa hana og hafa hug á að sjá myndina.
Nú eins og flestir kvikmyndaunnendur vita , þá er Andy McNab maðurinn sem átti stóran hlut í því hversu skotbardagarnir í HEAT voru svo stórkostlegir sem raun bar vitni.Auk þess sparkaði hann í Íraka í persaflóa fyrir um það bil 10 árum.Andy McNab er fyrrum SAS* maður sem tók meðal annars þátt í mest heiðruðu aðgerð breta á ártugi.Hann ásamt 7 öðrum köppum fóru inn fyrir óvinalínur í Írak og áttu að eyðileggja samskipti milli Baghdads og scud-eldflaugapalla** sem gerðu mörgum lífið leitt.Nú þegar á staðinn var komið misstu þeir allt talstöðvasamband við yfirboðara sína áamt því var veðrið frekar vont.Andy ásamt 3 félögum sínum voru teknir til fanga og pyntaðir(tennur hans fengu illilega útreið).Fimm af átta sneru til baka en 3 voru drepnir.Andy skrifaði svo bók um verkefnið og raunir sínar í Írak sem myndin var svo gerð eftir.
Fyrir nokkrum árum ákvað BBC að kvikmynda herlegheitin og fékk til þess Sean Bean og nokkra aðra.Nú ég sá þessa mynd fyrir nokkru síðan er henni var útvarpað á Sýn.Ég verð að segja mynd þessi sé nú ekki góð.En á sínar stundir þrátt fyrir það, og eru nú nokkrar flottar bardagasenur í henni.Myndin heitir BRAVO TWO ZERO og var það kallmerki áttmenninganna og jafnframt heiti á aðgerðinni.Það sem mér finnst hvað verst við myndina er mikil notkun á sjónvarpsklippum sem fara mjög í taugarnar á mér sökum hve hratt þær ganga miðað við filmu.Það er nú kannski bara trademark BBC,en ég þekki nú ekki nógu mikið til þeirra til að dæma um það.Í heild sinni er þetta hin besta skemmtun og stendur leikur Sean Beans þó uppúr og finnst mér hann fara vel með hlutverkið.Allt er nú bara vel útfært og raunverulegt.(samanber:Þeir skíta í poka og taka með sér í bakpokunum sínum).En það er ekki hægt að neita því að gaman hefði verið að sjá stórmynd um þetta efni.
Með helstu hlutverk fara sem fyrr segir Boromir(Sean Bean), en hann er nú þekktastur fyrir að leika Major Sharpe í samnefndum sjónvarpsmyndum sem eru nú í miklu uppáhaldi hjá mér.En hann á að baki hlutverk í ótal myndum svo sem Patriot Games, Don´t Say a Word , Lord of the Rings:The Fellowshop of the Ring ,Ronin og Golden eye.Sean Bean leikur Andy McNab bara djöfli vel finnst mér.Aðrir í crewinu eru Rick Warden(Band of Brothers), Steve Nicolson ,Richard Graham ,Robert Hobbs ,Ron Senior, Ian Curtis og Jamie Bartlett.Með leikstjórn fer Tom Clegg á hann að baki allavega 14 myndir um Richard Sharpe(ef það eru bara ekki þær allar) og ýmis önnur verk sem ég þekki ekki nóg til.
Sem sagt er þetta allt í lagi mynd. Eða eins og einhver komst svo skemmtilega að orði:
Sharpe with M-16's.
*SAS=Special Air Service, breska heimsveldið hefur hér klastrað saman hæfum vígamönnum til að kljást við hryðjuverkamenn og annan óþjóðalýð.
**SCUD eldflaugar eru ekki það langdrægar eldflaugar sem geta borið með sér kjarnorkusprengju eða ýmiskonar sýklavopn.Voru mikið notaðar af Írökum en eru upprunnar í Sovétríkjunum.Al Hussein hét aðalgerðin sem þeir notuðu í persaflóastríðinu.Flaugarnar variera frá 180-400 mílna drægni og eru um það bil 12 metra langar.
KURSK