Þegar maður hugsar um nafnið Tommy Lee Jones þá hugsar maður gæðaleikari. Hann setur alltaf gæðastimpil á myndir með þáttöku sinni. Hann er kannski þekktastur fyrir leika oft vonda kallinn en hann getur leikið nánast allt annað líka.
Tommy Lee Jones fæddist 15 september 1946 í San Saba, Texas. Hann er 3/4 hvítur og 1/4 cheroke indíáni. Faðir hans var olíuverkamaður og móðir hans lögreglumaður. Tommy átti erfiða æsku því faðir hans var fyllibytta og foreldrar hans skiptust á að skilja og byrja aftur saman. Tommy fór í fótbolta(amerískan) ungur að árum og varð nokkuð góður. Hann fékk styrk til að fara í virtan menntaskóla og síðar styrk til að fara í Harvard. Hann var einn af bestu fótboltamönnum landsins og var spáð miklum árangri. Hann hinsvegar elti frekar annað áhugamál sem hann hafði kynnst í menntaskóla og það var auðvitað leiklistin. Á meðan hann var að læra ensku í Harvard(þar sem fyrrverandi varaforseti Al Gore var herbergisfélagi hans) tók hann þátt í að setja upp ýmis leikrit eftir Shakespeare. Eftir að hann lauk námi í Harvard með gráðu í ensku flutti hann til New York. Þar var hann ekki lengi að koma sér í leikrit á Broadway. Hann lék svo í fyrstu myndinni 1970 sem hét einfaldlega Love Story. Honum gekk illa að fá fleiri kvikmyndahlutverk í New York þannig að hann flutti til LA 1975 til að freista gæfunnar. Hann fékk þar strax lítið hlutverk í pilot-þætti Charlies Angels.
Hann lék Howard Hughes í sjónvarpsmynd árið 1977 og síðar lék hann klikkaðan spæjara sem hrellir Faye Dunaway í tryllinum The Eyes Of Laura Mars(1978). Síðan fylgdu myndir eins og Coal Miner´s Daughter
(1980) og Black Moon Rising 1986 eftir frekar rólega byrjun á níunda áratugnum. Hann lék síðan mafíósan Cosmo í mynd Mike Figgis Stormy Monday(1988). Síðan fóru hjólin að snúast og hann lék í The Package 1989 og lék svo í stórmynd Oliver Stone sem hét JFK(1991) og fjallaði um Kennedy morðið. Tommy lék þar samkynhneigðan kaupsýslumann sem var grunaður um aðild að morðinu. Hann lék hann það vel að hann fékk óskars tilnefningu það árið. Hann lék svo tvo frábæra karaktera næstu tvö árin. Fyrst lék hann geðveikan fyrrverandi hermann sem rænir herskipi í myndinni Under Siege(1992). Þar lék hann á móti engum öðrum en harðhausnum Steven Seagal. Seinni karakterinn var FBI maðurinn Sam Gerard sem eltir flóttamanninn Dr.Kimble(Harrison Ford) í mynd Andrew Davis The Fugitive(1993). Þetta var þriðja myndin sem hann gerði með Davis(hinar voru The Package og Under Siege). Aftur var hann tilnefndur til óskarsins og í þetta sinn vann hann. Á eftir fylgdu rólegar Heaven&Earth og House of Cards sama ár.
1994 lék hann IRA hryðjuverkamanninn Ryan Gaerity á móti Jeff Bridges í myndinni Blown Away. Einnig lék hann í mislukkaðri mynd um ævi hafnaboltagoðsagnarinnar Ty Cobb. Hann lék svo aftur fyrir Oliver Stone í fjölmiðlaádeilumyndinni Natural Born Killers. Hann lék þar fangelsistjóra sem er búinn að fá nóg af vinnu sinni. Hann lék svo vægðarlausan lögfræðing í myndinni The Client. 1995 var honum boðið að leika í þriðju myndinni um Batman en hann vildi helst ekki gera hana vegna þess að hann var þreyttur á hasarmyndum. Hann gafst á endanum upp og lék Harvey “Two Face” Dent í einu af verstu hlutverkum sínum. Hann hélt áfram á rangri braut með hasardellunni Volcano(1997) en bætti svo fyrir það með því að leika í geimgrínmyndinni Men In Black sama ár. Hann lék svo sama karakterinn úr The Fugitive Sam Gerard í myndinni U.S. Marshals. Hann ljáði rödd sína í myndina Small Soldiers(1998) og lék svo í ágætis spennumynd sem kallaðist Double Jeopardy(1999). Hann lék í herréttarhaldamynd William Friedkin(The Exorcist) sem hét Rules of Engagement árið 2000 og lék svo í geimfaramynd Eastwood Space Cowboys.
Á þessu ári koma tvær myndir með kauða. Hann leikur í framhaldi Men In Black og í spennumyndinni The Hunted.
Tommy hefur gaman af því að lesa og horfa á fótbolta. Hann á sinn eigin búgarð þar sem hann ræktar nautgripi og hann er einnig með hesta. Hann á tvö börn og tvífráskilinn en er núna giftur. Bestu vinir hans eru fyrrnefndur Al Gore,Gary Busey,Oliver Stone,Robert Duvall. Hann reykir mikið af vindlum.
Hérna er listi yfir bestu hlutverkin hans að mínu mati
1.Sam Gerard-The Fugitive/U.S. Marshals
2.William Stranix-Under Siege
3.Clay Shaw-JFK
4.Ryan Gaerity-Blown Away
5.Roy Foltrigg-The Client
6.Dwight McClusky-Natural Born Killers
Hvað finnst ykkur um þennan snilldarleikara?
-cactuz