Ég var að pæla í því hvort að George Lucas myndi sjá um Star wars episode 3, þar sem að hann leikstýrði bara einni af þremur gömlu myndunum. Hér er minn listi yfir þá sem gætu verið líklegir
ef hann gerði það ekki.
1. Steven Spielberg. Hann er hreinn snillingur. Það yrði flott að sjá hvernig episode 3 kæmi út í hans höndum svo lengi sem sem það yrði ekki eitthvað E.T dæmi. Svo er hann og George Lucas kunningjar.
2. Peter Jackson. Ef ekki Stebbi, af hverju ekki hann. Hann hefur sýnt hæfni sýna í risastórum bardagasenum(og á eftir að sýna enn frekar)og hann hlýtur að hafa fangað athygli George Lucas.
3.James Cameron. Þar sem hann gerir ekki Terminator 3, þá gæti hann alveg eins gert þetta. He will be back.
4.Ridley Scott. Þessi maður er vanur að fást við geimverur ef minnið bregst mér ekki.
Jæja, þar sem allir þessir menn hafa allir gert myndir sem
mörkuðu tímamót í kvikmyndasögunni þá vona ég ef það verður ekki Lucas sem gerir þessa mynd þá vona ég að það verði einhverjir af þessum lista.
p.s Það yrði EKKI fyndið ef Farelly bræður myndu gera þessa mynd.