Ég sá History of the World fyrir stuttu og verð bara að segja eitt. Djöfull er hún fyndin. Skák hóp reiðin er eftirminnilegasta atriðið en annars er myndin einn stór brandari. Ég ætla náttúrulega ekki að segja mikið um söguþráðinn til að spilla ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð hana(vonandi fáir). Og í guðanna bænum ekki búast við einhverjum venulegum bröndurum, því þetta eru algjörir sýru brandara sem fá þig til að pissa í buxurnar. Mel Brooks í sínum bestu 5 hlutverkum. Já 5, því hann leikur fimm persónur í þessarri snilldar mynd.
Myndin fjallar annars um sögu heimsins, og er mest einblínt á Rómverska ríkið og Frönsku byltinguna. Einnig er á milli alveg frábært söngva- og dansatriði. En allt í allt frábær mynd, og ég hvet alla til að leigja þessa mynd. Þó gæti það reynst erfitt því ég fór í 3 leigur áður en ég fann hana. Og svo í endann er snilldar auglýsing fyrir part II sem að minni (takmörkuðu) vitneskju var aldrei gerð.
En 3 1/2 af 5 stjörnum fær fyndasta mynd sem ég hef séð í langan tíma.