Ég hafði nokkrar væntingar þegar ég horfði á þesa mynd í kassanum í gær enda finnst mér Johnny Depp vera mjög góður leikari. Roman Polanski leikstýrir en hans frægasta mynd er tvímælalaust “Tess”.
Myndin fjallar um Dean Corso (Johnny Depp) sem fær það verkefni hjá Boris Balkan (Frank Langella) að sanna að bókin hans “The Ninth Gate” sé örugglega ekki fölsuð. Það eru til 3 önnur eintök af bókinni í heiminum. Hann á að kanna þau bæði bæði og bera nákvæmlega saman við bókina hans Boris og fær mjög háa ávísun fyrir vikið. Hann kemur sér þó upp á kannt við ,Liönu Telfer sem er kona Andrew Telfer´s sem átti bók Boris en seldi honum hana rétt áður en hann sjálfur hengdi sig. Hin 2 eintökin af bókinni eiga Victor Fargas (Jack Taylor) og Baroness Kessler (Barbara Jefford) sem lýgur því að hún hafi hitt djöfulinn aðeins 15 ára gömul. Liana Telfer fær mann sér til hjálpar við að ná bókinni af Dean en til Dean´s kemur stúlka til hjálpar sem býr yfir miklum og yfurnáttúrulegum hæfileikum.
Mér fannst The Ninth Gate vera alveg ágætis mynd en ég bjóst reyndar við miklu meiru af henni. Myndin er byggð á skáldssögu Arturo Pérez-Reverte en John Browjohn gerði handritið eftir henni.
6,5/10