Heavenly Creatures HEAVENLY CREATURES
Framleiðsluár:1994
Leikstjóri:Peter Jackson
Aðalleikarar:Kate Winslet, Melanie Lynskey, Sarah Persei
Lengd:ca. 98 min
Genre:Drama, Crime

Heavenly Creatures er stórkostleg mynd í alla staði. Hún er byggð á sannri sögu um tvær vinkonur Juliet Hulme ( Kate Winslet ) og Pauline Parker ( Melanie Lynskey ) sem smám saman missa tökin á lífinu, og búa hálfpartinn í fantasíu heimi. Foreldrar þeirra fara að taka málin alvarlegum augum og aðskilja þau. Þær tvær voru byggðar svo sterkum vinaböndum að það var ekki hægt að skilja þau að, og endar það hræðilega.

Þessi mynd er algjört meistaraverk að mínu mati. Hreinlega allt er fullkomið við myndina, leikurinn er mjög góður, kvikmyndatakan frábær, handritið mjög gott, leikstjórnin stórkostleg, myndin er fyndin, mögnuð, tónlistin hentar myndinni fullkomlega, og síðast en ekki síst er myndin mjög gróf og nær heljartaki á manni í endanum. Ég skammast mín nú bara fyrir að hafa haft litlar vonir til myndarinnar. Svo var maarr í hálfgerðu sjokki eftir myndina, hún var svo fjári spennandi, og endirinn, það er ótrúlegt að þetta hafi virkilega gerst. En snillingurinn á bakvið þetta allt saman er sjálfur Peter Jackson sem snilldarlega kemur myndinni á hvíta tjaldið og skrifar sjálfur handritið. Maðurinn hefur hreinlega ekki stigið feilspor á sínum ferli. Það er ekki á hverjum degi sem maarr sér svona myndir, og ég hvet alla sem ekki hafa séð hana að leigja hana sem fyrst. Meistaraverk!

Smokey…