Án þess að vera með einhver leiðindi er ég með örfáar ábendingar.
Í fyrsta lagi, mjög flott framtak og lífgar mjög upp á þetta áhugamál, auk þess sem þetta stækkar vídd huga.is mikið.
En til þess að geta lesið þetta viðtal mætti leturstærðin vera MIKIÐ stærri. Bara vinaleg ábending ;).
Auk þess væri þetta miklu skemmtilegra viðtal (þetta viðtal er samt skemmtilegt og fróðlegt) ef þetta væri skrifað á bundnu máli, í stað þess að nota þessa punkta og stikkorð fyrir spurningar. Skemmtilegt væri að sjá þetta uppsett sem kaffihúsaspjall frekar en spurningar af blogcentral síðu, ef þú skilur hvað ég meina. “ Eins og t.d. ” Ég átti gott spjall við Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi úr Idolinu, og ræddi við hann um kvikmyndir“. ” “Myndir á borð við Forest Gump og Notebook sitja ofarlega í sessi Simma…” and so on.
Ég er alls ekki að reyna að vera með eitthvað diss, líst vel á þessa hugmynd og hlakka til að sjá fleiri viðtöl, en eftir nokkra áfanga í Fjölmiðlafræði sér maður virkilega hvernig er hægt að gera góð viðtöl VIRKILEGA grípandi fyrir lesandann. ;)
En byrjum á að stækka letrið :p
Bætt við 27. ágúst 2008 - 00:09
ætlaði ekki að svara þér :O Er vanur helvítis spjallborðunum…